Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29170
Rannsakandi hafði áhuga á að kanna viðhorf starfsfólks sem væri nýbyrjað að vinna við ferðaþjónustu á Íslandi og leita skilnings á upplifun og líðan þess í vinnunni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort það sé þörf á að setja starfsfólk í ferðaþjónustu á Íslandi í meiri forgang og hugsa betur um líðan þess. Ekki liggja fyrir ýtarlegar rannsóknir á efninu sem rannsakandi kannaði. Vegna mikillar aukningar í ferðaþjónustu á Íslandi er mikilvægt að leggja í þessa rannsókn á því hvort ferðaþjónustufyrirtæki hugsi um félagslegt umhverfi starfsmanna sinna með góðri nýliðaþjálfun, vinnuumhverfi og félagslegum samskiptum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bs.ritgerd.mottaka.nylida.ferdathjonustu.pdf | 1.08 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |