Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29171
Þegar stjórnvöld taka íþyngjandi ákvarðanir um rétt og/eða skyldu manna ber þeim að vanda til verka og fara að reglum stjórnsýsluréttarins. Viðfangsefni ritgerðarinnar er að leitast við að gera grein fyrir málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins vegna ákvörðunar og framkvæmdar eignarnáms. Rannsóknin felst í því hvort hægt sé að greina þróun málsmeðferðarreglna eftir innleiðingu Mannréttindasáttmála Evrópu þegar handhafar ríkisvaldsins leggja grundvöll að eignarskerðingu, en sérstök áhersla verður lögð á eingarnám vegna flutningskerfis raforku. Við rannsóknina verður notast við hina hefðbundnu lagalegu aðferð sem byggir á réttarheimildum. Teknir voru sérstaklega fyrir þeir dómar sem hafa fallið eftir dóm Hæstaréttar Íslands frá 19. mars 2009 í máli nr. 425/2008 (Brekka), þar sem dómurinn tiltók sérstaklega mikilvægi meðalhófs sem stjórnvald þyrfti að gæta að við ákvarðanatöku og framkvæmd eignarnáms.
Rannsóknin leiddi í ljós að ríkari kröfur eru gerðar til stjórnvalda um að fylgja málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins við töku stjórnvaldsákvarðana eftir dóm Hæstaréttar Íslands frá 19. mars 2009, í máli nr. 425/2008 (Brekka). Með dómum Hæstaréttar Íslands frá 12. maí 2016, í málum nr. 511, 512, 513 og 541/2016 má greina að dómstólar eru ekki að leggja niður árar í þeim efnum. Dómarnir hafa fordæmisgildi er varðar kröfur sem dómstólar gera til rannsóknarskyldu stjórnvalda, enda er reglan skylda en ekki heimild. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu álitaefna sem tekist var á um í framangreindum málum, með tillit til þess hvort lagning flutningsvirkisins Suðurnesjalínu 2 endi í jörðu eða lofti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
OlofHildurGisladottir_ML_lokaverk.pdf | 975.84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing_Olof_Hildur_Gisladottir_1.pdf | 298.43 kB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.