is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29173

Titill: 
  • Asco Harvester ehf. : könnun á rekstrargrundvelli Asco Harvester ehf.
  • Titill er á ensku Asco Harvester ehf. : Asco Harvester's feasibility plan.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrir aldamótin 1000 var sjósókn og fiskveiðar helsta aukabúgrein bænda. Ekki leið á löngu áður en sjósókn var orðin aðalbúgrein Íslendinga og hefur spilað stóran þátt í viðskiptum Íslendinga við hinn stóra heim. Um aldaraðir hafa Íslendingar nytjað sjávarplöntur, ýmist til munns eða áburðar. Á seinni hluta síðustu aldar, með tilkomu þörungaverksmiðju á Reykhólum, hófst útflutningur á mjöli sem unnið er úr þangi. Aðdragandi að vali á viðfangsefni þessa verkefnis má rekja til þess að þær vélar sem notaðar hafa verið til þangsláttar á Íslandi eru komnar til ára sinna. Þegar hönnuður Asco fór að leita að sjávarsláttuvél út í heimi kom í ljós að enginn var að framleiða vél sem hentar við erfiðar aðstæður eins og eru við strendur Íslands. Út frá því fór af stað ákveðið hönnunarferli sem svo varð til þess að fleiri möguleikar opnuðust. Þegar verkefnið var kynnt hér heima og erlendis kom í ljós að áhugi var fyrir svona vélum og hlaut verkefnið styrki sem kom smíði af stað.
    Könnun þessi á rekstrargrundvelli Asco Harvester ehf. er gerð til að varpa ljósi á framtíðarmöguleika fyrirtækisins. Við vinnslu verkefnisins voru gerðar greiningar á ytra og innra umhverfi fyrirtækisins ásamt því að skoða fjárhag til næstu fimm ára. Niðurstöður gefa til kynna að verkefnið geti orðið arðbært og komið að ólíkum markaði. Þó er einnig ljóst að fyrirtækið er næmt fyrir breytingum og þarf að huga vel að því að fylgja áætlunum til að ná settum markmiðum. Vonast er til að könnunin færi eigendum Asco Harvester ehf. verkfæri sem aðstoðað geta við áframhaldandi þróun á rekstri og framleiðslu.

Samþykkt: 
  • 17.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaOlofKristjansdottir_MS_Lokaverk.pdf3.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Anna_Olof_Kristjansdottir.pdf70.63 kBLokaðurYfirlýsingPDF