is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29179

Titill: 
 • Vinabönd : þróunarverkefni um námskeið í vináttuþjálfun fyrir unglinga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að meta þróunarverkefnið Vinabönd út frá upplifun þátttakenda og foreldra þeirra. Vinabönd er vináttuþjálfunarnámskeið fyrir 13-15 ára unglinga sem haldið var í félagsmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Beitt var eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum til að meta upplifun þátttakenda og foreldra þeirra. Voru í því skyni sex viðtöl tekin við hvorutveggja og viðhorfskönnun lögð fyrir foreldra um miðbik námskeiðis. Allir þátttakendur tóku þátt í sjálfsmati og spurningakönnun sem mældi þekkingu á námsefni fyrir og eftir námskeið. Fyrirfram voru þátttakendur námskeiðsins allir félagslega einangraðir.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að unglingarnir höfðu gaman af þátttökunni og nutu þess að vera í félagslegu umhverfi. Almenn líðan þeirra batnaði og félagsleg þátttaka þeirra jókst í kjölfar námskeiðsins. Einnig jókst sjálfstraust þeirra við þátttökuna og olli aukin færni þeirra í samskiptum því að vinatengsl sköpuðust. Unglingarnir og foreldrar þeirra sögðu að námskeiðið hefði vakið áhuga þeirra m.a. vegna þess að félagsmiðstöðin í hverfinu bauð upp á það. Þeim þótti það boð aðlaðandi vegna staðsetningar hennar, viðmóts starfsmanna og jákvæðrar reynslu þeirra af starfsemi hennar. Niðurstöðurnar benda til að þörf sé fyrir námskeið af þessu tagi og að félagsmiðstöð sé tilvalinn vettvangur fyrir vináttuþjálfunarnámskeið.

 • Útdráttur er á ensku

  Vinabönd
  An experimental program in friendship training for teenagers
  The goal of this research was to evaluate the experimental friendship training program for teenagers aged 13-15 called Vinabönd. Both qualitative and quantitative research methods were used in the evaluation. Six interviews with the participants and their parents were conducted. The parents also took part in a survey.
  The participants also took part in a before-and-after test of their knowledge. At the beginning, the participants were socially isolated meaning they had few friends, did not participate in after-school activities and had difficulties forming bonds. This research sought to answer two questions: 1) What was the participants’ and their parents’ experience from the course? 2) Did the participation result in any improvements in social behaviour?
  The major findings were that the teenagers had fun and enjoyed their time in a social environment. Their overall wellbeing improved and their social involvement outside of the course increased. Also, their self-esteem rose. Due to their newly learned social skills, new friendships formed. Both the participants and their parents said that because the program was held in their youth center, they were more interested in participating than otherwise. More specifically, they stated as reasons closeness to their homes, the pleasant attitude of the staff as well as a positive experience of their prior participation in the youth center’s activities.
  Further conclusions are that there is an obvious need for a program like this and youth centers are ideal venues to run it.

Samþykkt: 
 • 23.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal Vinabönd pdf.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf30.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF