is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29180

Titill: 
  • Af hverju einangrast einhverf börn félagslega í skólakerfinu? : hvernig má sporna við því?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsóknarritgerð er leitað lausna við félagslegri einangrun einhverfra barna í skólakerfinu, með því að skyggnast í fyrri rannsóknir og fræðibækur. Í ritgerðinni er notast við einhverf börn eða einhverfir einstaklingar því í bók Jarþrúðar Þórhallsdóttur, Önnur skynjun - ólík veröld kemur fram í frásögnum einhverfra einstaklinga að einhverfa er eitthvað sem þau eru ekki eittvað sem þau eru með, höfundi fannst það því við hæfi. Farið er yfir almenn einkenni og greiningu einhverfu til þess að komast að því hvaða ástæður liggja að baki þessara erfiðleika hjá einhverfum börnum. Til þess að geta gripið inn í og komið í veg fyrir félagslega einangrun þarf að vera einhver vitneskja um hvar orsakirnar liggja. Því er fyrst leitað svara við af hverju þau einangrast félagslega og í kjölfarið eru kynntar mögulegar lausnir á þessu vandamáli. Félagslegar upplifanir einhverfra einstaklinga, úr bók Jarþrúðar Þórhallsdóttur, eru dregnar fram til þess að varpa enn frekar ljósi á hvaða áhrif félagslegir erfiðleikar geta haft á einhverfa einstaklinga. Það er mikilvægt fyrir alla að mynda félagsleg tengsl og skortur á þeim getur haft áhrif á andlegan líðan hjá einhverfum einstaklingum rétt eins og öðrum. Því er ekki síður mikilvægt að hlúa að félagslegum þáttum sem og námslegum þegar kemur að einhverfum nemendum, til þess að ýta undir félagsþroskann því það getur skipt sköpum fyrir þá í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 23.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing vegna Ba.pdf119.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Dana Margrét Gústafsdóttir - Ba-ritgerð.pdf864.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna