is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29181

Titill: 
  • „Af því maður á að hlýða kennaranum!“ : áhrif agastefnanna Jákvæður agi og SMT-skólafærni á hegðun og siðferðisþroska nemenda í leikskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort munur væri á áhrifum agastefnurnar Jákvæður agi (JA) og SMT-skólafærni á hegðun og siðferðisþroska fjögurra til sex ára nemenda í leikskóla. Agastefnur eru að mati höfundar mjög mikilvægar þegar kemur að leikskólastarfi og rannsóknir sýna að agi og agastefnur geti bæði stuðlað að góðum skólaanda og verið leiðbeiningar og rammi fyrir kennslu í félagsfærni barna (Anna Kristín Guðmundsdóttir, 2016; Broström, 2006; McCabe og Altamura, 2011). Mikill tími og vinna fer í að taka upp agastefnur, og því eðlilegt að mati höfundar að skoða hvaða áhrif þær hafa á börn.
    Rannsóknin fól í sér megindlegan hluta þar sem stuðst var við hegðunarlistann SDQ og eigindlegan hluta þar sem tekin voru einstaklings- og hópviðtöl. Með hegðunarlistanum var nánar tiltekið skoðaður hegðunarvandi, vandi í samskiptum við jafnaldra og félagshæfni og í gegnum viðtölin var siðferðisþroski nemenda skoðaður.
    Niðurstöður sýndu að börn í leikskólum sem nota SMT-skólafærni voru almennt hlýðnari, hjálpsamari og framar í félagshæfni heldur en börn í leikskólum sem nota Jákvæðan aga. Nemendur í JA leikskólum virtust standa ögn framar hvað varðar siðferðisþroska en nemendur í SMT leikskólum. Nemendur í SMT leikskólum virtust afar gjörn á að vitna í hlýðni, reglur og refsingar þegar kom að útskýringum á siðferðilegum atriðum, en nemendum í JA leikskólanum virtust hafa tilfinningar annara meira í huga. Önnur áhugaverð niðurstaða var hvað börn í báðum hópum, SMT og JA, voru gjörn á að vísa í refsingar þegar kom að umræðum um brot á reglum eða óhlýðni. Höfundur telur að þessar rannsóknir gefi vísbendingar um hvaða áhrif agastefnur hafi á nemendur í leikskóla og geti verið upphaf á frekari rannsóknum á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 23.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-Elín Karlsdóttir.pdf2.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg123.91 kBLokaðurYfirlýsingJPG