is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29182

Titill: 
  • Fjármálalæsi unglinga í 10. bekk
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjármálalæsi er nokkuð nýlegt hugtak hér á landi og erlendis og tengist þekkingu, viðhorfum og hegðun gagnvart fjármálum. Fjármálalæsi felur meðal annars í sér getu til að lesa, greina, stjórna og fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum. Samkvæmt fjölda rannsókna er fjármálalæsi ábótavant víða um heim. Þá hafa fjölmargar þjóðir lagt ríka áherslu á að efla þurfi fjármálalæsi almennings, sérstaklega hjá ungu fólki. Með fjármálafræðslu í grunnskólum er hægt að auka þekkingu nemenda á þeim þáttum, sem tengjast fjármálum, og hvernig þeir geti tekið skynsamlegar ákvarðanir í fjármálum. Skoðaðar voru rannsóknir á fjármálalæsi, sem gerðar hafa verið, bæði erlendar og innlendar. Ritgerð þessi byggist á megindlegri rannsókn (e. quantitative research) þar sem gögnum var safnað með spurningalista sem lagður var fyrir úrtak 122 nemenda í 10. bekk í þremur grunnskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og niðurstöður skólanna skoðaðar og bornar saman. Meðal annars var skoðað hvort kynjamunur væri í fjármálalæsi á meðal grunnskólanemenda þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að svo sé. Spurningunum í rannsókninni var skipt upp í þætti sem varða þekkingu, viðhorf og hegðun gagnvart fjármálum. Niðurstöður sýndu að unglingarnir höfðu ágæta þekkingu á ýmsum þáttum sem sneru að fjármálum en í þeim hluta sem varðaði viðhorf þeirra og hegðun gagnvart fjármálum sýndu þeir ekki fram á nægilega hæfni til að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál sín.

Samþykkt: 
  • 23.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elsa Gissurardóttir Fjármálalæsi_lokaskjal.pdf1,12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf148,31 kBLokaðuryfirlýsingPDF