is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29183

Titill: 
  • „En svona í grunninn held ég bara að þetta máluppeldi og lesturinn skipti mestu máli“ : íslenskukennsla og mat á málfari nemenda í framhaldsskólum
  • Titill er á ensku „But in the end it all comes down to the use of language at home and reading“ : Icelandic teaching, and assessment on students´ use of language in Secondary schools
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að kanna hversu háan sess málfar skipar í námi og námsmati nemenda í framhaldsskóla. Lagt var upp með tvær rannsóknarspurningar: Hvernig og að hvaða leyti meta íslenskukennarar í framhaldsskólum málfar nemenda sinna? Og að hvað miklu leyti leitast framhaldsskólakennarar í íslensku við að kenna vandað málfar? Við úrvinnslu gagna kviknuðu tvær spurningar í viðbót sem einnig var leitað svara við þótt gögnin væru í sjálfu sér ekki til þess fallin að varpa ljósi á þær: Að hvaða leyti skýra félags- og menningarlegar aðstæður nemenda stöðu þeirra í íslensku? Hvernig sinnir framhaldsskólinn fræðslu sem samkvæmt námskrá er gert ráð fyrir að fari fram í grunnskóla? Notað var rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna og tekin viðtöl við sex starfandi framhaldsskólakennara í íslensku. Niðurstöður voru skoðaðar út frá hugmyndum Bourdieu (1977; 1991) um tungumálið sem félagslegt- og menningarlegt auðmagn. Einnig voru niðurstöður bornar saman við Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011) og sjónum einkum beint að grunnþáttunum lýðræði og mannréttindi, læsi og jafnrétti auk þess að skoða samfellu milli grunnskóla og framhaldsskóla. Fram kom að kennarar töldu vægi málfars vera mikið og var það metið til einkunna í öllum verkefnum. Viðmælendur sögðu einnig að erfitt væri að kenna nemendum þennan námsþátt og ljóst að finna þarf leiðir til að þjálfa nemendur markvisst í vönduðu málfari. Ákveðnar vísbendingar er að finna í rannsóknargögnum sem styðja þá tilgátu að nemendur njóti góðs af þeirri kunnáttu og færni sem fjölskyldan gefur þeim í veganesti og geti þannig stuðlað að ójöfnuði. Af svörum viðmælenda mátti einnig ráða að huga þurfi betur að upplýsingaflæði milli grunn- og framhaldsskóla og bregðast við þeirri þróun að framhaldsskólanemar virðast koma verr undirbúnir til náms en áður.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis was to explore how language is valued in the curriculum and student assessments in secondary schools in Iceland. Two questions were asked: To what extent do teachers in secondary schools assess the use of language and to what extent do they teach proper use of language? During the processing of data collected two more questions were added to the scope of the project although the data was not particularly suited to answer these questions: How do social- and cultural circumstances affect the students´ grasp of language? How do the secondary schools attend to education that should have been provided in elementary schools? The research is built on the method of case study and six practicing Icelandic teachers in secondary schools were interviewed and the results were put in context and compared to Bourdieu´s (1977) theories about the language as a cultural and social capital in the school environment. The author also compared the results with the Secondary school curriculum published 2011 with focus on the primary elements democracy and human rights, literacy and equality. Furthermore the results focused on continuity between primary- and secondary schools. Certain indications imply that there is truth to the theory that students benefit from the education and qualifications provided by their families and therefore contributing to inequality. Teachers that were interwiewed agree that good use of language is very important and that the use of language is evaluated in every assignment and project. All participants agreed that the proper use of language is diffucult to teach. In addition, the results of the reasearch indicate that students graduate from primary school less prepared then ever. To minimize the effect of this development it is necessary to increase the flow of information and continuity for the students between the two levels of education.

Samþykkt: 
  • 23.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslenskukennsla og mat á málfari nemenda í framhaldsskólum.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Gudrun_Sesselja_Sigurdardottir_skemman.pdf209.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF