is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29184

Titill: 
  • Krefjandi þjónusta : meðferðarúrræði fyrir fólk með ógnandi atferli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um ógnandi atferli og ofbeldi sem fagstéttir verða fyrir í starfi. Varpað er ljósi á þær fagstéttir sem þjónusta fatlað fólk og sérstaklega er rýnt í störf þroskaþjálfa. Krufin verður skilgreiningin á hugtökunum ógnandi atferli og ofbeldi og leitast verður eftir að finna hvaða meðferðarúrræðum er verið að vinna eftir og eru í boði fyrir þá sem starfa með fólki sem sýnir ógnandi hegðun. Farið verður yfir hvaða meðferðarleiðir henta best fyrir fatlað fólk sem sýnir ógnandi atferli og hvað starfsfólk getur gert til að koma í veg fyrir hegðunina. Aðallega er stuðst við fræðilegar heimildir, rannsóknir og bækur sem eru sérstaklega um ógnandi atferli og meðferðarúrræði þeirrar hegðunar. Einnig er rýnt í skýrslu um starfsemi Kópavogshælis. Helstu niðurstöður eru þær að margar fagstéttir verða fyrir ofbeldi í sínu starfi: Lögreglumenn, hjúkrunarfræðingar, þroskaþjálfar og fleiri. Þroskaþjálfar eru þeir sem verða hvað mest fyrir ofbeldi af hendi fatlaðs fólks. Til eru mörg meðferðarúrræði sem draga úr ógnandi atferli fólks en mörg þeirra eru ómannúðleg, deyfandi eða of krefjandi. Samskiptamiðuð nálgun er því hentugast að draga úr ógnandi atferli fatlaðs fólks ásamt því að hafa gott umhverfi, agaða og skipulagða verkferla, og vel þjálfaðan vinnustað sem þekkir hegðunina.

Samþykkt: 
  • 23.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_Krefjandi Þjónusta.pdf689.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
sth-bokasafn@hi.is_20170911_181301.pdf255.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF