is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29185

Titill: 
 • „Þetta er svo mikið þroskastökk fyrir þau“ : reynsla leikskólakennara af flutningi barna milli deilda í leikskóla og hugmyndir þeirra um farsæl þáttaskil
 • Titill er á ensku „It’s such a huge developmental leap for them“ : preschool teachers’ experience of children’s transition between units within preschool and their ideas on successful transition
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun og reynslu leikskólakennara af flutningi barna milli deilda innan leikskóla. Samkvæmt vistfræðikenningu Bronfenbrenner er einstaklingurinn þátttakandi í nokkrum ólíkum kerfum sem öll tengjast innbyrðis og hafa áhrif á þroska hans. Kerfin sem eru næst einstaklingnum eru nærkerfi og er það nánasta umhverfi hans. Í lífi leikskólabarns eru nærkerfin til að mynda fjölskylda barnsins, vinir þess og leikskólinn. Fjölskyldan, vinirnir og leikskólinn tengjast innbyrðis og hafa áhrif á líf leikskólabarnsins. Í þessu verkefni er gengið út frá því að þessi nærkerfi hafi áhrif á breytingarferlið sem á sér stað þegar barn flyst milli deilda í leikskólanum. Til að flutningurinn verði farsæll er nauðsynlegt að nærkerfin, leikskólinn í heild og foreldrar starfi saman og jafnframt að hugað sé að áhrifum vinatengsla milli barnanna og samfellu í leikskólanum þegar flutningur er skipulagður.
  Um er að ræða eigindlega tilviksrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við átta leikskólakennara í fjórum leikskólum sem hafa reynslu af flutningi milli deilda, fjóra leikskólakennara sem sent hafa börn frá sér, og fjóra sem hafa fengið börn til sín. Leitað var eftir svörum við því hver upplifun þeirra er af aðdraganda og framkvæmd flutnings milli deilda í þeim tilgangi að fá fram þætti er stuðla að farsælum flutningi sem og skoða möguleg áhrif samfellu í leikskólastarfi á flutningsferlið. Auk þess voru gerðar vettvangsathuganir á deildum leikskólanna og athuganir á skriflegum gögnum er varða viðfangsefnið. Niðurstöður sýndu að upplifun viðmælenda og sýn þeirra á flutning milli deilda var nokkuð svipuð en þó ólík á nokkrum sviðum er varða samfellu innan leikskóla. Viðmælendur lögðu áherslu á skipulag, undirbúning, samvinnu, hugarfar leikskólakennara, vinatengsl barnanna á milli og foreldrasamstarf. Áhersla var jafnframt lögð á þarfir barnanna, til dæmis á mikilvægi þess að styðja þau í aðlögun og að flutningurinn færi fram á þeirra forsendum. Töldu viðmælendur börnin þó ekki vera beina þátttakendur í flutningsferlinu og að ekki væri leitað sérstaklega eftir röddum þeirra og sjónarmiðum við skipulagningu og framkvæmd hans. Niðurstöður undirstrika mikilvægi samfellds leikskólastarfs og þess að skipuleggja flutning vel, með góðum fyrirvara í samvinnu við alla þá aðila sem að flutningnum koma: börn, foreldra og leikskólakennara.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to shed light on preschool teachers’ experience of children’s transition between units within preschools. According to Bronfenbrenner’s ecological system theory multiple environments affect the growth and development of each individual. The system that is closest to the individual is the microsystem. Pre-schooler’s microsystems include its family, friends and the preschool itself. The family, the friends and the preschool are therefore all connected and affect the pre-schooler’s life. In this thesis, it is presupposed that these microsystems affect the transition process that occurs when a child moves from one unit to another within the preschool. If the transition is to be successful the microsystems; the preschool and the parents have to work together and be aware that children’s friendships and continuity within the preschool can affect the transition process.
  The research that is described in this thesis is a qualitative case study where eight preschool teachers in four preschools with experience of transition between units were interviewed. The questions in the interviews regarded the interviewee’s experience of preparing and implementing the transition process between units to shed light on factors that alliterate successful transition and the possible effects of continuity within the preschool. Data was also collected through observations in the field and documents on the subject were researched. Results indicated that the preschool teachers’ experiences were similar, yet differentiated on some levels regarding continuity within the preschool. The interviewees emphasized organization, preparation, cooperation, teachers’ mentality, children friendships and parents’ participation. The preschool teachers also emphasized the importance of supporting the children’s needs and to implement the transition on the children’s terms but did not seek the children’s point of view during planning and implementation of the transition process. Results highlight the importance of continuity and the need to plan the transition thoroughly in co-operation with everybody involved: the children, their parents and the preschool teachers.

Samþykkt: 
 • 23.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-HeidaAngantysdottir.pdf512.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Heiða_Angantysd_yfirl.pdf395.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF