is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29190

Titill: 
 • Mat á daglegri hreyfingu, hreyfigetu og heilsutengdum lífsgæðum eldri aldurshópa í Rangárþingi eystra : tólf vikna íhlutunarverkefni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Regluleg hreyfing er öllum einstaklingum nauðsynleg til að viðhalda góðri heilsu. Með reglulegri hreyfingu er hægt að seinka öldrunareinkennum, bæta afkastagetu og lífsgæði. Markviss hreyfing með áherslu á þolgefandi og styrkjandi æfingar getur haft jákvæð áhrif á hreyfigetu hvers einstaklings og komið í veg fyrir ýmis langvarandi heilsufarsvandamál.
  Markmið: Markmið þessa rannsóknarverkefnis var að meta heilsufarsstöðu einstaklinga 60 ára og eldri í Rangárþingi eystra fyrir og eftir 12 vikna þol- og styrktarþjálfun auk ráðgjafar um næringu og hollustuhætti.
  Aðferð: Þátttakendur voru mældir í upphafi tólf vikna íhlutunar og að henni lokinni. Helstu mælingar voru á daglegri hreyfingu, heilsutengdum lífsgæðum, líkamsþyngdarstuðli og mittis- og mjaðmamálshlutfalli. Short Physical Performance Battery test (SPPB) hreyfigetupróf var framkvæmt ásamt blóðþrýstings- og hvíldarpúlsmælingu. Þol var mælt með sex mínútna gönguprófi auk þess sem liðleiki og handstyrkur var mældur.
  Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að 57 þátttakendur af 62 luku tólf vikna rannsóknar- og íhlutunarverkefni. Brottfall var um 8%. Munur var á daglegri hreyfingu þátttakenda (p<0,001) að lokinni 12 vikna þjálfun sem jókst úr 12,5 mínútum í 24,4 mínútur að meðaltali. Hreyfifærni þátttakenda varð betri að lokinni 12 vikna þjálfun, liðleiki og handstyrkur batnaði auk þess sem heilsutengd lífsgæði þátttakenda færðust til betri vegar. Að lokinni 12 vikna þjálfun vildu 80% af þátttakendum halda áfram markvissri þjálfun til lengri tíma.
  Umræða og ályktun: Þær jákvæðu breytingar, sem komu fram í þessu rannsóknarverkefni, eru hverjum eldri einstaklingi mikilvægar. Niðurstöður ýta undir að koma megi til móts við þau markmið sem flestir sækjast eftir en það er að geta sinnt athöfnum daglegs lífs og dvalið í sjálfstæðri búsetu eins lengi og kostur er auk þess að koma í veg fyrir of snemmbæra innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili. Niðurstöður sýna hve mikilvægt getur verið að gefa eldri aldurshópum tækifæri til þátttöku í fjölþættri heilsurækt í sveitarfélögum, efla heilsutengdar forvarnir og svara þannig kröfum um bætta heilsu í ört vaxandi samfélagi eldri aldurshópa í framtíðinni. Til að ganga úr skugga um það þarf að íhluta og fylgjast með þátttakendum í lengri tíma.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Regular exercising is necessary for all individuals to maintain good health. By exercising regularly signs of aging can be delayed and capacity and quality of life can be increased. Effective exercising with an emphasis on endurance and strength can have a positive effect on one´s movement capability and prevent various long term health problems.
  Objective: The objective of this research project was to evaluate the health status for individuals, 60 years and older, in Rangárþing eystra before and after a 12 week endurance and strength training, as well as to advise the individuals on nutrition and hygiene.
  Method: Participants were measured in the beginning of a 12 week intervention and after. The main parameters were daily exercise, health related quality of life, body mass index (BMI) as well as waist and hip ratio (WHR). Short Physical Performance Battery test (SPPB), blood pressure and resting heart rate were also measured. Endurance was measured with a six minute walking test and by evaluating mobility and arm strength.
  Results: The main results of the study were that 57 out of 62 participants completed the twelve week research and intervention program. Drop out rate was about 8%. Participants increased their daily exercise during the 12 week program from 12.5 minutes to 24.4 minutes, this difference was significant (p<0,001). The participants’ movement capability, mobility and arm strength increased at the end of the 12 week training program, and health related quality of life improved. At the end of the 12 week program 80% of participants wanted to continue exercising regularly in the long run.
  Discussion and conclusion: The positive change that appeared in this research project is important to all older individuals. By exercising in a various manner people can better achieve their goal of being able to perform the tasks of daily life and live on their own as long as they can and furthermore it can prevent people from being too early committed to residential or nursing homes. The results show the importance of giving the elderly the opportunity of exercising in the local community, of promoting health-related prevention and thereby meeting the demand for better health in the elderly’s rapidly increasing population.

Samþykkt: 
 • 23.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Steinunn - Lokaskjal.pdf4.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
útfyllt - skemman yfirlysing lokaverkefni.pdf37.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF