is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29191

Titill: 
 • „Þau læra mikið af því að kenna hinum og geta haft svo mikil áhrif á hvort annað varðandi metnað og vinnusemi“ : kennslufyrirkomulag í stærðfræði.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í menntun minni til stærðfræðikennara hef ég tvisvar sinnum sótt vettvangsnám á unglingastigi í stærðfræði í sitthvorum skólanum. Við fyrstu sýn virtust þessir tveir skólar ekki vera svo ólíkir þegar kom að fyrirkomulagi í stærðfræði. Báðir skólarnir voru fjölmennir en í ljós kom að innan þeirra ríkti ólík stærðfræðileg menning. Í öðrum skólanum var notuð getuskipting í stærðfræðikennslu en í hinum voru bekkir getublandaðir. Í þeim síðari var boðið upp á námsver fyrir þá nemendur sem þurftu á því að halda. Eftir þessa reynslu þótti mér áhugavert að skoða hvaða kennslufyrirkomulag ríkti í stærðfræði í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
  Til þess að skilgreina árangursríkt kennslufyrirkomulag í stærðfræði lagðist ég yfir skrif fræðimanna sem hafa rannsakað stærðfræðikennslu. Í kjölfarið af fræðilegum skrifum framkvæmdi ég eigindlega rannsókn þar sem gögnum var safnað í gegnum viðtöl við fimm viðmælendur. Viðmælendur störfuðu allir sem stærðfræðikennarar á höfuðborgarsvæðinu í mismunandi skólum og höfðu ólíkar skoðanir um hvaða fyrirkomulag þeir telja æskilegt í stærðfræðikennslu. Niðurstöður voru að lokum skoðaðar með fræðileg skrif til hliðsjónar.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að kennslufyrirkomulag í stærðfræði skiptist í tvo flokka. Annar þeirra er getuskipting og hinn getublandaðir nemendahópar sem nánar verður fjallað um í ritgerðinni. Viðmælendur voru ekki á sama máli um ágæti hvors fyrirkomulags fyrir sig og höfðu þeir sterkar skoðanir á báðum. Lagt var upp úr að heyra frá viðmælendum hvað þeir töldu vera kosti og galla við fyrirkomulagið í sínum skóla. Getuskipting er óvinsælla fyrirkomulag á meðal viðmælenda og telja viðmælendur sem ekki notast við hana að það sé ósanngjarnt fyrir getuminni nemendur.
  Í viðtölum við viðmælendur var lögð mikil áhersla á námsmat í stærðfræði og hvernig því er háttað í skólunum fimm. Fjórir af fimm viðmælendum sögðust notast við fjölbreytt námsmat þar sem reynt var að komast til móts við mismunandi hæfni nemenda. Þær matsaðferðir eru í takt við niðurstöður rannsókna um námsmat og Aðalnámskrá grunnskóla. Viðmælendum fannst mikilvægt að bjóða upp á fjölbreyttara námsmat en einungis próf í stærðfræði. Allir viðmælendur voru ánægðir með það fyrirkomulagið sem þeir unnu með en einn viðmælandi var óánægður með námsmatsaðferðir í sínum skóla í stærðfræði. Hafði hann sterkan vilja til að bæta úr því og innleiða fjölbreyttara námsmat.

Samþykkt: 
 • 23.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29191


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_JóhannaHildur.pdf791.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
johanna_hansen_yfirl.pdf258.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF