is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29192

Titill: 
 • "Babb í bátinn" : starfendarannsókn í tengslum við kennslu orðaforða á miðstigi
 • Titill er á ensku „Babb í bátinn“ : action research regarding vocabulary instruction in middle school
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um starfendarannsókn sem unnin var frá upphafi septembermánaðar 2015 til loka maí 2017. Tilgangur verkefnisins var að skoða hvernig ég sem kennari á miðstigi ynni með og hlúði að orðaforða nemenda minna. Markmiðið var að efla mig sem fagmann og auka þekkingu mína á hvernig megi efla orðaforða nemenda og vekja áhuga þeirra.
  Áhugi minn á markvissri vinnu með orðaforða hefur vaxið í meistaranámi mínu. Mér fannst starfendarannsóknir vera tilvalin leið til að skoða hvernig ég nálgaðist vinnu með orðaforða í kennslu. Fræðilegi hlutinn leggur til grundvallar þætti sem tengjast orðaforða og horft er til í rannsókninni. Þessir þættir styðja við þau markmið rannsakanda að verða öflugri kennari og betri fagmaður. Fjallað er um orðaforða, umræður og ímyndunarafl, raddir barna, lesskilning og kennsluaðferðir.
  Í aðferðarfræðilegum hluta eru rannsóknarspurning og markmið rannsóknarinnar skýrð og gangur starfendarannsóknarinnar rakinn, þær hugmyndir sem vöknuðu og framgangur við vinnu rannsakanda. Gagnaöflun er lýst en helsta gagnaöflunin var rannsóknardagbók þar sem voru skráðar hugleiðingar og dæmi úr kennslustundum. Við greiningu gagna voru einkum þrjú þemu áberandi. Þetta voru þemun; samtal við nemendur, hlustun og ritun.
  Niðurstöður benda til að rannsakandi hafi eflst í því að hlusta á nemendur og vandi nú betur samtöl sín við nemendur ásamt því að fá staðfestingu á hvað ritun er mikilvægur þáttur við skoðun orðaforða. Meginniðurstaðan er sú að vinnan hefur eflt mig sem fagmann og ég hef opnað augun fyrir nýjum leiðum og aðferðum í kennslu orðaforða. Að hlusta á nemendur og taka góðar umræður um daglegt líf og námið almennt gefur góða innsýn í orðaforða, almenna þekkingu og reynslu þeirra. Með því að kynnast stöðu nemandans er auðveldara að vinna með honum þaðan sem hann er staddur.

 • Útdráttur er á ensku

  This Master‘s thesis presents an action research that took place from early September 2015 until end of May 2017. The purpose of the thesis was to examine how I, as a teacher at a middle level in one elementary school, worked with and nurtured the vocabulary of my students. The goal of the study was to enhance my professional skills and acquire knowledge in how to increase the vocabulary of students and positively encourage them to do so.
  Throug the research process my interest in working systematically with vocabulary work has grown stronger. I found action research an effective way to give an alternative perspective to examine how I approach and deal with vocabulary work in my teaching.
  The theoretical part of the essay outlines the fundamental emphasis of vocabulary teaching and learning essential to the study. These factors support my goals as a teacher and researcher to acquire knowledge and improve my teaching skills. The main emphasis found in this section are following. First I highlight vocabulary acquistition, teaching and learning. Second I draw attention to the role of discussion in students‘ learning. Third, I discuss imagination, the importance of paying attention to childrens voice, reading comprehension and different teaching strategies.
  In the methodological part I highlight the research questions and goals of the research are explained and how the action research was carried out. The main data for the research were obtained by creating a research diary which included ideas, thoughts and examples during work in the classroom. I also made use of photographs, audiorecordings and students‘ artifacts. Analysis of the data revealed three main themes; conversation with students, listening and writing.
  The conclusions indicate that the teacher researcher has advanced in listening to and responding to students during classtime and has become more aware of the importance of her dialogue with them. The results also emphasize the importance of exploring students‘writing in working with vocabulary. The main conclusion is however, that this work has enhanced me professionally and I am more open to new ways and methods in vocabulary teaching than before. Listening to the students and having a dialogue about their studies and daily life can be an effective way to study and enhance their vocabulary and general knowledge. Getting to know the vocabulary students already use makes it easier to draw meaningfully carry on their experience, background and knowledge during learning.

Samþykkt: 
 • 23.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29192


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna Sigrún Árnadóttir.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing -lokaverkefni.pdf203.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF