is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29193

Titill: 
  • Börn og virkt fjöltyngi : samfélagsleg ábyrgð og hvatning
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með auknum fólksflutningum eykst fjölmenning á Íslandi og þar með tungumálin sem töluð eru innan samfélagsins. Tungumál eru grundvöllur mannlegra samskipta, náms, þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og áfram mætti telja. Sumir fræðimenn fullyrða jafnvel að gott vald á máli gæti verið lykillinn að almennri velgengni innan samfélagsins. Tungumál eru þó ekki síst mikilvæg fyrir einstaklinga. Góð sjálfsmynd er einkum mikilvæg og grundvöllur þess að hægt sé að byggja upp góða sjálfsmynd er sjálfsöryggi í tjáningu og tungumáli almennt. Hér verður fjallað um fjöltyngi sem og virkt fjöltyngi barna og mikilvægi þess. Við skrif þessi greip athygli höfundar að ekkert kemur fram um virkt fjöltyngi í aðalnámskrá leikskóla þrátt fyrir að því séu gerð góð skil í aðalnámskrá grunnskóla. Því er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort það sé síður mikilvægt fyrir börn á leikskólaaldri.

Samþykkt: 
  • 23.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrún Helga yfirlýsing copy.pdf176.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF
KolbHP lokaskil pdf.pdf363.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna