is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29195

Titill: 
 • „Ég gat eignast vini“ : efling samvinnu og samskipta meðal nemenda með flóknar þarfir
 • Titill er á ensku A journey towards trust : building collaboration and communication skills amongst students with complex needs
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin var unnin við sérskóla í Englandi skólaárið 2015-2016. Markmiðið var að skoða það ferli sem hópur nemenda með flóknar þarfir og starfsfólk gengu í gegnum á meðan Lego inngrip Dr. LeGoff og félaga (LeGoff, de la Cuesta, Krauss, & Baron-Cohen, 2014) var í kerfisbundinni notkun samhliða annarri Lego© vinnu. Unnið var út frá rannsóknum á notkun á Lego sem hafa sýnt fram á aukna samskipta- og félagsfærni meðal barna á einhverfurófi (LeGoff et al, 2014). Fylgst var með samskipta- og samvinnuþróun hópsins, ásamt faglegri ígrundun tveggja starfsmanna. Rannsóknin var starfendarannsókn og notast var við blandað rannsóknarsnið með eigindlegri megináherslu. Eigindlegum gögnum var safnað með viðtölum, skráningum í rannsóknardagbók út frá vinnu á vettvangi og ljósmyndum. Eigindlegu gögnin voru greind með þemagreiningu og narratívu. Myndrit voru unnin upp úr megindlegum gögnum út frá skráningum á félagshæfnieinkunnum, hegðunarpunktum og mætingarskráningum, sem voru túlkuð og sett í samhengi við eigindlegu gögnin. Félagslegar mótunarkenningar (Dóra S. Bjarnason, 2003) voru notaðar við túlkun gagna ásamt kenningum um félagslegan auð (Coleman, 1988). Niðurstöður sýndu fram á rólegri hegðun hjá hópnum á inngripstímabilinu og næstum tvöföld framför varð í félagsfærni hans. Mikilvægustu framfarirnar voru aukin trú á eigin getu og meiri sjálfsstjórn, betri almenn líðan og uppbyggilegri samskipti. Viðhorf hópsins til sjálfs sín breyttist úr lærðu hjálparleysi í aukna trú á eigin getu og framtíð þar sem traust reyndist vera lykilatriði. Niðurstöður inngripsins eru í takt við niðurstöður Dr. LeGoff og félaga um bætta samskipta- og samvinnuhæfni. Þetta gefur til kynna að breiðari hluti nemenda gæti grætt á því að Lego sé notað sem nálgun til kennslu til að ýta undir aukna samvinnu og samskipti innan venjulegs námsumhverfis. Vinnan með hópinn krafðist sveigjanlegra kennsluhátta. Setja má spurningamerki við hvort þessi aðferð sé í raun frekar kennsluaðferð, sem nota má í almennri kennslu, en sérúrræði. Frekari rannsóknir innan almennra skóla, þar sem Lego er nýtt markvisst sem hluti af bekkjarstarfi til að veita nemendum á jaðarnum leið inn í hópinn, gætu varpað frekara ljósi á félagslegt réttlæti og jaðarsetningu innan skólakerfisins. Það virtist ekki vera unga fólkið sem þurfti að laga, heldur hvernig námstækifæri kerfið veitir þeim aðgang að.

 • Útdráttur er á ensku

  A journey towards trust - Building collaboration and communication skills amongst students with complex needs
  This research was conducted at a Special School in England during 2015-2016. It focuses on experiences of a group of pupils with complex needs and staff members during the implementation of Lego-Based Therapy (LeGoff, de la Cuesta, Krauss, & Baron-Cohen, 2014) alongside other Lego© projects. Previous research argues that Lego promotes communication and collaboration skills amongst children on the Autistic Spectrum (LeGoff et al, 2014). The development of communication and collaboration among the pupils was observed, alongside professional reflections of two staff members. Mixed methods action research methodology was employed; qualitative data was collected using interviews, research journal entries from field observations and photographs. The qualitative data was analysed using thematic analysis and narrative analysis. Quantitative data obtained from SOUL measures, behaviour points and attendance records was presented as graphs, which were interpreted in conjunction with the qualitative data. These were interpreted in the frameworks of Social Constructionism (Dóra S. Bjarnason, 2003) and Social Capital (Coleman, 1988). The data revealed that the group behaviour improved during the implementation and nearly doubled the expected progress within social skills. The most important progress was made in the areas of self-efficacy and self-control, improved emotional state and more constructive communication. The group´s self-perception developed from learned helplessness towards increased self-efficacy and more positive future aspirations, where trust proved to be a key ingredient. The findings are consistent with those of Dr LeGoff et al regarding improved communication and collaboration skills. I infer then that Lego can be a part of an effective approach to teaching that promotes communication and collaboration, not just for this group but for a broader group of pupils when incorporated into their educational environment. Working with this type of group demanded a flexible approach. Pedagogical implications include the question whether this approach is more a teaching method or a Special Needs intervention. Further study within mainstream schools, where Lego is utilised explicitly as part of the teaching style, could shed further light on social justice and marginalisation within the system of education. Here, it did not seem it was our young people that needed fixing. What needs fixing it the educational system´s view of what opportunities for education the system grants them access to.

Samþykkt: 
 • 23.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Laufey_yfirlysing_lokaverkefni_27.9.17.pdf27.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Laufey lokaskil.pdf3.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna