is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29196

Titill: 
  • Lítum lengra : sýn leikskólabarna á hlutverk leikskólakennara sem skrá athafnir þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á sýn leikskólabarna á hlutverk leikskólakennara og annarra starfsmanna leikskóla sem skrá athafnir barnanna. Skrif um skráningar hafa hingað til einkennst af því hvernig leikskólakennarar upplifa skráningarferlið. Tilgangur rannsóknarinnar var því að líta lengra og skoða sjónarmið og upplifun barna gagnvart hlutverki þess sem skráir, hvernig þeim finnst að láta skrá athafnir sínar og hvernig tekst til við að skrá hugmyndir í ferilmöppur. Sjónum var beint að þáttum sem snúa að framkvæmd, úrvinnslu og framsetningu skráninga. Þátttakendur rannsóknarinnar voru níu börn á aldrinum fjögurra til sex ára. Rannsóknin er eigindleg og byggir á öflun gagna í anda mósaíkaðferðarinnar með notkun ólíkra aðferða sem voru vettvangsathuganir og hópsamtöl við börnin þar sem þau gátu stuðst við ljósmyndir og ferilmöppur sínar.Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á viðhorf barnanna gagnvart hlutverki leikskólakennara við framkvæmd skráninga. Þau sáu leikskólakennara sinn sem styðjandi þátttakanda við athafnir sínar sem veitti þeim leiðsögn hrós og aðstoð ásamt því að taka ljósmyndir og skrifa niður athafnir þeirra og tjáningu. Í samskiptum leikskólakennara við börnin mátti þó í tveimur tilvikum greina einkenni valdaójafnvægis. Þegar börnin tjáðu sig um skráningar í ferilmöppum sínum sást að frumkvæði barnanna beindist frekar að því að rifja upp athafnir sínar úr skráningum að heiman heldur en úr leikskólastarfinu. Þeir þættir, sem virkuðu þó hvetjandi til tjáningar barna um leikskólastarfið, voru myndræn framsetning af athöfnum barnanna, skráningar sem sýndu ferli yfir lengri tíma ásamt því að barn upplifði að það hefði fengið frelsi til að tjá og skapa hugmyndir sínar að eigin frumkvæði. Áhugaleysið, sem birtist á skráningum úr hluta af starfi leikskólans, vekur upp vangaveltur um hvort áhugaleysið geti stafað af of mikilli stýringu fullorðinna á verkefninu sem gæti gert það að verkum að börnin upplifi minna eignarhald yfir eigin athöfnum. Til viðbótar tóku sum barnanna eftir ósamræmi eða létu í ljós óánægju með úrvinnslu leikskólakennara í nokkrum skráningum. Niðurstöðurnar benda því til þess að bæta megi úrvinnslu skráninga til dæmis með því að auka aðkomu barna að ferlinu.

  • Útdráttur er á ensku

    The main goal of this research was to explore preschool children’s views towards the roles of preschool teachers and other preschool staff as they document the children’s activities. Other research on pedagogical documentation has until now focused on how preschool teachers experience this documentation process. Thus, the purpose of this research was to look further on this matter by focusing on children’s perspective and experience regarding the role of the documenter, how they perceive when their actions are documented and how their ideas are presented in the portfolios. The research therefore focuses on implementation, processing and presentation of documentation. The participants in the research were nine children aged four to six. The data generation was qualitative and sought support from the Mosaic approach generated by using different methods, such as observations and group conversations where the children could relate to photographs and their portfolios. The results shed light on the children’s view when the preschool teacher was documenting their activities. The children saw their preschool teacher as a supporting participant, praising and helping them, along with taking photographs and writing down their activities and expressions. Regarding communication between preschool teacher and children there were two cases where the power balance was unequal. When the children expressed their views towards documentation in their portfolios it showed that their initiative turned towards recollecting activities from home rather than from preschool. The factors that seemed to motivate their recollection from preschool were represented by photos from their activities, documentation spanning long time periods and where a child felt having freedom to express itself and create its ideas by their own initiative. The lack of interest towards a part of the documentation from preschool raises concern on whether the lack of interest can be explained by too much adult control of the project which may have led to the children not feeling enough ownership of the activities. In addition, some of the children saw inconsistency or expressed their discontent with the preschool teachers’ processing and interpretation on documentation in their portfolios. Thus, the results suggest an improvement on the processing of documentation, for example by increasing the children’s involvement in the process.

Samþykkt: 
  • 23.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lítum lengra_Sýn leikskólabarna á hlutverk leikskólakennara sem skrá athafnir þeirra_LindaRósJóhannsdóttir_Lokaskjal.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um skil_LindaRósJóhannsdóttir.pdf410.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF