is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29197

Titill: 
  • Frelsi til að kafa djúpt : skólastarf alþjóðlegs grunnskóla skoðað með hugmyndaramma fjórðu leiðarinnar og speglað í íslenskum veruleika
  • Titill er á ensku Freedom to study in depth : learning and teaching in an international school analysed with The Fourth Way as a framework and reflected upon from an Icelandic perspective
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á hinu unga sviði skólaþróunar hefur fólk beint sjónum sínum í æ ríkari mæli að þeim mörgu samverkandi þáttum sem eru farvegir farsæls skólastarfs. Hargreaves og Shirley hafa fjallað um fjórðu leið skólaumbóta þar sem saman koma göfugur tilgangur menntunar, samfélagslegt mikilvægi skóla, fagauður, traust, starfsgleði og jöfnuður. Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að skoða hvernig fjórða leiðin gæti virkað við raunverulegar aðstæður í ungum, alþjóðlegum grunnskóla í Sádí-Arabíu og jafnframt að rýna í þann lærdóm sem íslenskt skólasamfélag gæti dregið af slíku skólastarfi. Rannsóknarspurningin tók til þriggja þátta: Starfsþróunar kennara, námsmats og leiðarljóss skólans um tilgang og markmið menntunar. Rannsóknin fylgir eigindlegri rannsóknarhefð og gagna var aflað með viðtölum, vettvangsathugunum og athugun á fyrirliggjandi gögnum sem tengjast skólastarfinu. Við greiningu gagna var stuðst við þemagreiningu með hliðsjón af aðferð Braun og Clarke. Niðurstöðurnar leiða í ljós að skólinn samsamar sig að mestu leyti fjórðu leiðinni í þessum þáttum, auk þess sem ýmsir þættir skólamenningarinnar eru í samræmi við hana. Niðurstöðurnar benda til þess að skólinn hafi skýra sýn á þá heild sem námsmat, námskrá og starfsþróun verða að mynda til að farsælt skólastarf geti þrifist. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að skólamenningin einkennist af trausti kennara til nemenda, miklum væntingum, hvatningu til náms (e. academic press) og bjartsýni til náms (e. academic optimism). Starfshættir skóla sem starfar undir merkjum hinnar alþjóðlegu IB-stefnu hafa ekki áður verið bornir saman við fjórðu leið skólaumbóta með þessum hætti, að bestu manna yfirsýn. Skólinn sem til rannsóknar var, hefur náð að tileinka sér vinnubrögð sem byggja á verkefnamiðuðu og hugtakadrifnu námi, metnu á grunni skýrra hæfniviðmiða með fjölbreytt leiðsagnarmat í forgrunni. Það er hið stóra verkefni sem íslenskir grunnskólakennarar standa frammi fyrir næstu misserin og því getur rannsókn þessi verið gagnlegt leiðarljós fyrir bæði kennara, stjórnendur og yfirvöld menntamála.

  • Útdráttur er á ensku

    In the emerging field of school development researchers have increasingly focused on the many interconnected factors that create a successful educational environment. Hargreaves and Shirley have highlighted The Fourth Way to educational reform combining the moral purpose of education, the societal importance of educational establishments, the value of professional capital, trust, the joy of teaching, and equality. The objective of this study was to examine how The Fourth Way might work in a real-life environment, focusing on a young international school in Saudi Arabia. The additional objective of the study was to explore how the Icelandic educational community might benefit from their approach to education. The research question took to three main areas: Professional development, assessment, and the school’s mission regarding the purpose and goals of education. The study followed the qualitative research method. Data was collected with interviews, on-site observations, and by examining relevant educational records and documents. The data analysis was done using the Braun and Clarke method of thematic analysis. The results show that the school aligns itself with The Fourth Way in the areas examined, as well as in many areas of school culture. The results indicate that the school has a clear vision on the importance of coherently viewing assessment, the curriculum, and professional development to create a successful educational environment. The results also indicate that the school’s culture can be characterized by teacher trust in students, high expectations, academic press and academic optimism. The workings of a school operating under the IB international educational program have presumably not before been examined with The Fourth Way as a framework. The school in question has implemented concept- and project based learning on the ground of clearly defined criterias and various methods of assessment, with formative assessment in the forefront. This is the challenge Icelandic schools face in the near future, and therefore, this study could be a useful guiding light for teachers, administrators, and the Icelandic educational authorities.

Samþykkt: 
  • 24.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Oddny_Sturludottir_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_26.09.17-signed.pdf402.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA_Oddny Sturludottir.pdf3.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna