is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29198

Titill: 
  • Flóttabörn og frítíminn : félagsauður og hlutverk frítímastarfs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um þátttöku flóttabarna í frítímastarfi á höfuðborgarsvæðinu og hvaða hlutverk það spilar í aðlögunarferli þeirra og fjölskyldna þeirra í endurbúsetuferlinu. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu barnanna og fjölskyldna þeirra af frítímastarfi og tómstundum. Rannsóknarspurningin er tvíþætt: (1) Hvert er mikilvægi þátttöku flóttabarna í frítímastarfi og (2) hvaða þættir styðja við og hindra farsæla þátttöku þeirra í frítímastarfi? Lítil þekking er til um málefni flóttabarna í frítímastarfi hérlendis, en fyrri rannsóknir benda á að þau standi höllum fæti í samanburði við íslenska jafnaldra sína. Rannsóknin er unnin með eigindlegum rannsóknaraðferðum og var gagnaöflun framkvæmd með viðtölum við þrjár fjölskyldur sem komu til Íslands sem flóttamenn, þrjá frístundaleiðbeinendur og þrjá stjórnendur frístundaheimila. Niðurstöðurnar benda til þess að frítímastarf sé jákvætt afl í endurbúsetuferli og bjóði upp á góðan vettvang fyrir börn til þess að komast inn í jafningjahóp. Erfiðleikar vegna tungumála reyndust hindrun á tækifærum barnanna til þátttöku og það sama gildir um fjárhagslega byrði af þátttöku. Þær stelpur á unglingsaldri sem tóku þátt í rannsókninni áttu erfiðara með að aðlagast en karlkyns jafnaldrar þeirra og yngri börn. Fjárhagsaðstæður foreldra reyndust vera hindrun. Tvær af þremur fjölskyldum höfðu ekki efni á að senda börn sín á frístundaheimili eftir eitt ár á Íslandi, en þá eru sveitarfélög ekki lengur skyldug til að veita þeim sérstakan fjárhagsstuðning fyrir kvótaflóttafólk. Skólar í þessari rannsókn báru meginábyrgð á félagslegri aðlögun barnanna en frístundaheimili og félagsmiðstöðvar voru mikilvægur samstarfsaðili þar sem börnin fengu tækifæri til þess að hlúa að félagslegri hlið námsins og æfa íslensku. Mikilvægt er að stjórnendur í frítímastarfi geri sér grein fyrir aðstæðum flóttafólks og myndi virkt samstarf við fjölskyldur þar sem endurbúsetu á Íslandi fylgja margar áskoranir fyrir flóttamenn.

Samþykkt: 
  • 24.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokautgafa Petur Þorkelsson pdf.pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlysing.pdf183.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF