Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29199
Qing-veldið á nítjándu öld hefur verið rætt mikið í bókum kínverskra sagnfræðinga. Það sem stendur yfirleitt sjaldnast eftir í minningum fólks er Taiping-byltingin. Í þessari ritgerð verður fjallað um hana og upphafsmann hreyfingarinnar sem hvatti fólk og aðrar hreyfingar innan veldisins til þess að berjast gegn Qing-herliðum. Skoðaðar verða aðstæður alþýðunnar á þessum tíma og velt vöngum um hverskonar fólk skyldi hafa tekið þátt í byltingunni. Byltingin var af trúarlegum toga og metið er undir hvaða aðstæðum fólk skyldi vera knúð til þess að ganga í slíkar stríðshreyfingar. Skilgreind verða hugtökin messíanismi og skoðaðar verða heimsslitakenningar fyrri tíma trúarhreyfinga úr fornsögu Kína. Spurningum um sérstæði Taiping-byltingarinnar verður varpað fram og spurt hvort hún sé einsdæmi í kínverskri fornsögu. Taiping byltingin verður kynnt í sagnfræðilegri frásögn en einblínt verður á upphafsmenn byltingarinnar og þá sérstaklega Hong Xiuquan. Kenningar hans Hong Xiuquan voru af kristinlegum toga en skoðað verður upp að hversu miklu leiti hægt er að skilgreina þær þannig.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A ritgerð - Daniel Bergmann (1).pdf | 535.42 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 132.61 kB | Lokaður | Yfirlýsing |