is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29200

Titill: 
  • Ömmur okkar og afar : mikilvægi þeirra og áhrif.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til BA- gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði. Markmið höfundar með þessari ritgerð er að rýna inn í hlutverkið „amma og afi“ og sýna fólki hvað ömmur og afar geta skipað stóran sess í lífi barnabarna sinna og eru oft mikilvægur partur af lífi þeirra. Í íslenskri rannsókn í félagsvísindum leggja þær ömmur og þeir afar, sem tóku þátt í þeirri rannsókn, áherslu á hvað hlutverk þeirra sé mikilvægt sem bakland, til þess að geta veitt börnunum ró og einnig til þess að „miðla“ að þeim gömlum gildum (Sigrún Júlíusdóttir og Sólveig Sigurðardóttir, 2010). Stuðst verður við ýmsar fræðilegar kenningar um öldrun, farið verður yfir ömmur og afa sem uppalendur og stöðu þeirra gagnvart barnabörnum sínum. Tómstundir verða einnig skilgreindar, því þær geta verið mikilvægur partur í lífi allra, sama á hvaða aldri við erum. Greint verður frá helstu niðurstöðum sem komu höfundi heldur á óvart, þá helst hvað varðar þau börn sem alin eru upp í heimahúsum ömmu sinnar og afa. Einnig verða kynnt úrræði á bættari samskiptum hjá börnum og öldruðum og líðan aldraða.
    Að mati höfundar erum við Íslendingar eftir á hvað varðar bættar og breyttar aðstæður fyrir fólk á hjúkrunarheimilum, með tilliti til Eden stefnunnar sem færir betri anda og bættari líðan inn á hjúkrunarheimilin. Að mati höfundar ættu öll hjúkrunarheimili landsins að innleiða þá stefnu.

Samþykkt: 
  • 24.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_LOKARITGERÐ_SAGA_STEINSEN.pdf693.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
saga_yfirlysing.pdf162.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF