is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29201

Titill: 
  • Reiðubúin í ratleik? : leiðarvísir um hönnun og framkvæmd ratleikja fyrir náttúrufræðikennara á unglingastigi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • „Reiðubúin í ratleik?“ er leiðarvísir þar sem náttúrufræðikennarar fá leiðbeiningar og gögn til að hanna ratleiki tengda náttúrufræði í eigin nærumhverfi. Lítið er um útgefna ratleiki eða ratleikjaverkefnabanka fyrir íslenska grunnskóla. Ætlunin með þessu verkefni er að bæta úr því og greiða leið náttúrufræðikennara á unglingastigi til að nýta ratleiki við kennslu. Verkefnið skiptist í greinargerð og leiðarvísi. Í greinargerðinni er fjallað um fræðilegan bakgrunn þess, aðferðir og ýmsar upplýsingar um leiðarvísinn. Í leiðarvísinum má m.a. finna almennar upplýsingar um tilhögun ratleikja, reglur og dæmi um útfærslu á ratleik í nærumhverfi grunnskóla. Leiðarvísirinn er ætlaður sem stuðningur fyrir kennara við undirbúning og framkvæmd ratleikja. Þar á eftir kemur ratleikjaverkefnabanki með verkefnaspjöldum í líffræði annars vegar og eðlis- og efnafræði hins vegar. Með bankanum fylgja svör við verkefnunum, æskileg staðsetning spjaldanna, tengsl við námsefni og hæfniviðmið Aðalnámskrár grunnskóla frá árinu 2013. Þar að auki má finna spjöld með aukastigum sem setja má með verkefnaspjöldunum og er markmið þeirra að auðga leikgleði ratleiksins. Við gerð verkefnabankans var áhersla lögð á að auka þætti útináms, verklegra athugana, tengsla við daglegt líf nemenda og nærumhverfi í náttúrufræðinámi, í gegnum námsleik. Fræðin á bak við fyrrnefnda þætti lögðu grunninn að verkefninu. Eins voru ákveðin námsmarkmið lögð til grundvallar, þ.e. að nemendur efli vísindalæsi sitt, geti tengt náttúrufræðileg hugtök við nærumhverfi og daglegt líf og jafnframt var lögð áhersla á leikgleði nemenda. Því var lögð áhersla að byggja verkefnaspjöldin á mikilvægum náttúrufræðilegum fyrirbærum, sem hægt væri að vinna með úti við eða á verklegan máta. Einnig var nýjasta námsefnið í náttúrufræði á unglingastigi haft til hliðsjónar sem og núgildandi Aðalnámskrá grunnskóla. Við gerð verkefnanna var lagt upp með að þau yrðu almenn en tengdust ekki sérstökum staðháttum svo hægt væri að nýta efnið á landsvísu. Verkefnin voru greind samkvæmt flokkunarkerfi Bloom á sviði hugsunar til að tryggja fjölbreytni þeirra.

Athugasemdir: 
  • Greinargerð fylgir: Reiðubúin í ratleik? : greinargerð með leiðarvísi um hönnun og framkvæmd ratleikja fyrir náttúrufræðikennara á unglingastigi
Samþykkt: 
  • 24.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SifSindra_greinargerd_MEd_skil.pdf1.07 MBLokaður til...24.09.2037GreinargerðPDF
SifSindra_leidarvisir_MEd_skil.pdf2.51 MBLokaður til...24.09.2037LeiðarvísirPDF
SifSindra_yfirlysing.pdf225.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF