is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29202

Titill: 
  • Skráningaraðferðir í einum leikskóla : „það gefur starfinu svo mikið gildi“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Rannsókn þessi er eigindleg viðtalsrannsókn og er markmið hennar fólgin í því að skoða sjónarmið, skipulag, þekkingu og aðferðir starfsfólks til skráninga í einum leikskóla. Tilgangur þessarar gagnaöflunar er að gefa vísbendingar um hvernig viðmælendur í leikskólanum nota skráningar til þess að nálgast áhuga og hugmyndir barna. Jafnframt því að skoða hvaða aðferðir skráninga gagnast þeim til þess að gera nám barna sýnilegt, sem aðrir leikskólakennarar gætu nýtt sér. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er litið til viðhorfa sem að spegla hugmyndir um nám og börn á síðari tímum, jafnframt er litið til leikskólastarfs í anda Reggio Emilia á Ítalíu. Fjallað er um hugmyndir Vygotsky´s um svæði mögulegs þroska, leik og nám ungra barna og hugmyndir Johns Deweys um kennslu og menntun. Að lokum er gerð grein fyrir skráningar aðferðum í anda Reggio Emilia í einum leikskóla, þar sem viðtöl voru gerð við fimm leikskólakennara sem nota uppeldisfræðilegar skráningar. Skoðuð eru fræðileg viðmið og hvernig þátttakendur skynja og upplifa uppeldisfræðilegar skráningar í leikskólanum. Niðurstöður benda til þess að að þátttakendur telja að skráningar séu mjög mikilvægar til þess að afla upplýsinga um nám, áhuga og hugmyndir barna. Meginforsendur fyrir því að geta notað skráningar telja viðmælendur vera að hlusta á raddir barna, hafa áhuga á skráningum og faglega þekkingu á leik og námi ungra barna. Leikskólakannarnir notuðu fjölbreyttar aðferðir við skráningar þar sem þeir litu til þroska og náms barna í leik. Þá kom einnig fram að skráningar gefa leikskólastarfinu meira gildi, er sýnilegra í samfélaginu, það skapast meiri virðing frá foreldrum og er gott tæki til foreldrasamstarfs. Það má draga þá ályktun að skráningar veiti leikskólakennurum meiri ánægju í starfi ásamt því að vera góð leið til starfsþróunar fyrir starfsfólk.

Samþykkt: 
  • 24.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_25.09.2017.pdf33.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskil. Sumar 2017. okt. Sigríður Halldórsdóttir.pdf984.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna