is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29203

Titill: 
 • Sköpun í stafrænum heimi : sjónarmið myndmenntakennara
 • Titill er á ensku Creativity in the digital world : art teacher’s perspectives
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að vekja athygli á notkun snjalltækja í listgreinum og kanna hvort þau geti haft áhrif á skapandi hugsun barna og ungmenna. Vegna aukinnar notkunar snjalltækja í skólastarfi og mikilvægi skapandi hugsunar er leitast við að varpa ljósi á tilgang snjalltækja í listgreinum með áherslu á myndmenntakennslu. Jafnframt er markmiðið að kanna notkunarmöguleika tækninnar í myndmennt og tækifæri til sköpunar. Í rannsókninni var notast við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin hálf opin viðtöl við fjóra myndmenntakennara og einn margmiðlunarkennara sem starfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangurinn var að svara eftirfarandi rannsóknar-spurningum: Geta snjalltæki haft áhrif á skapandi hugsun barna og ungmenna? Hver er tilgangur snjalltækja í myndmennt og hvernig nota kennarar tækin í kennslu?
  Niðurstöður leiddu í ljós að snjalltæki eru notuð sem ákveðin verkfæri í myndmenntakennslu en þau aðstoða nemendur við upplýsingaleit, hugmyndavinnu og öflun efniviðar. Notkun snjalltækja kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundnar aðferðir í myndmennt en þá er megin tilgangur þeirra að styðja við vinnuferli og verkefni nemenda. Þá leiddu niðurstöður jafnframt í ljós að veraldarvefurinn geti reynst nemendum ákveðinn vettvangur í listgreinum. Þrátt fyrir takmarkaða notkun snjalltækja í myndmennt og ólík sjónarmið kennara gagnvart notkun tækninnar í greininni gefa niðurstöður til kynna að upplýsingatækni og gagnvirkir miðlar geti eflt skapandi hugsun nemenda. Færni nemenda til sköpunar og þekking þeirra á tækninni gegnir þar stóru hlutverki. Í myndmennt geta skapast tækifæri fyrir kennara til að breyta kennsluháttum sínum með því að nýta snjalltæki á virkan hátt til nýrra verkefna sem annars væru óframkvæmanleg. Þannig getur tæknin stutt við hefðbundnar aðferðir.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to draw attention to the use of smart devices in the arts and to explore whether they could affect creative thinking of children and young people. Due to the increased use of smart devices in schools and the importance of creative thinking, the aim is to shed light on the purpose of smart devices in the arts, focusing on visual art education. The goal is also to explore the technological possibilities in visual art education and the opportunities for creativity. The study used a qualitative research method and conducted semi-structured interviews with four visual art teachers and one multimedia teacher working in elementary schools in Reykjavík. The purpose was to answer the following research questions: Can smart devices affect creative thinking of children and young people? What is the purpose of smart devices in the visual arts and how do teachers use these devices in teaching?
  The results revealed that smart devices are used as specific tools in visual art education and they assist students in information retrieval, conceptual work and material acquisition. The use of smart devices does not replace traditional methods in the visual arts, but their main purpose is to support the work processes and tasks of students. Furthermore, the findings revealed that the World Wide Web can be a certain learning platform to students in art education. Despite the limited use of smart devices in the visual arts and different viewpoints of teachers towards the use of technology in the profession, the results indicate that information technology and interactive media can enhance the creative thinking of students. Students' skills for creativity and their knowledge of technology plays an important role. In the visual arts, opportunities can be created for teachers to change their teaching practices by actively using smart devices in new projects that would otherwise be unthinkable. Thus, technology can support traditional methods.

Samþykkt: 
 • 24.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. Sigríður Ólafsdóttir .pdf932.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf217.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF