is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29204

Titill: 
 • „Það er sífellt verið að spara“ : hvað er kennt í heimilisfræði?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Heimilisfræði er námsgrein sem á að stuðla að „góðu heilsufari, heilbrigðum lífsstíl, góðum matarvenjum, jafnrétti, hagsýni, fjármálalæsi, neytendavitund og verndun umhverfis.“ Greinin fjallar um „manninn, líf hans og lífsskilyrði, líkamlegar og andlegar þarfir.“ Með heimilisfræði er því hugsanlega hægt að hafa áhrif á líf nemenda í framtíðinni. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvað er kennt í heimilisfræði í grunnskólum landsins, hvaða áherslur eru lagðar í greininni og varpa ljósi á hvað hefur áhrif á val námsþátta.
  Gagnaöflun fór fram með rafrænum spurningalista sem var sendur til 176 kennara sem kenndu heimilisfræði vorið 2017. Af þeim opnuðu 102 listann og 73-96 svöruðu spurningunum. Mikill meirihluti svarenda voru konur (96%). Spurningarnar voru um aðalnámskrá, námsefni, skoðanir þátttakenda á ýmsum fullyrðingum og hvaða vægi bakstur, matreiðsla og bókleg kennsla hafa í náminu.
  Niðurstöður leiddu í ljós að bakstur er ráðandi þáttur í heimilisfræði í grunnskólum hér á landi. Helstu ástæður fyrir því eru stærð hópa, fjármagn og sá tími sem ætlaður er til kennslu í heimilisfræði. Jafnframt má vera að það hafi áhrif á umfang baksturs umfram bóklega kennslu að um helmingur þeirra sem kenna greinina eru ekki með sérmenntun í heimilisfræði eða tengdum greinum. Allir þátttakendur töldu að heimilisfræði gæti haft áhrif á framtíð nemenda hvað varðar heilsu og hollar matarvenjur og flestir voru sammála því að heilsuefling og heimilisfræði ættu samleið. Styrkja þarf stöðu heimilisfræði í grunnskólum á landinu.

 • Útdráttur er á ensku

  “Good health, healthy lifestyle, equality, healthy diet, frugality, financial literacy, consumer awareness and the protection of the environment” are all important aspects of home economics. The school subject home economics is about the individual, his life and his physical and mental needs. Teaching home economics may have an impact on children’s future health. The aim of this research was to study what is being taught in home economics in elementary schools around the country, what the main emphasis is when teaching the subject and to shed light on what influences the choice of study elements.
  Data was collected by online questionnaires that were sent to 176 teachers who taught home economics in elementary schools in Iceland in spring 2017. Of those, 102 opened the questionnaire and 73-96 answered the questions. Majority of those who answered were women (96%). The questions covered information on the national educational act and curricula, educational materials and participants’ views on the subject; including the division between baking, cooking and other studies.
  Results showed that baking is the predominant factor in home economics in elementary schools. The main reasons given were the size of classes, budget issues and limited time given for teaching the subject. Another aspect may however be the educational background of those teaching the subject. While teaching theory like nutrition science would also be cost effective this may have been less used approach since only half of the teachers were specialised towards home economics or related subjects. All participants thought that home economics could influence student’s future health and dietary habits and most participants also found health promotion and home economics to belong together. Overall, the findings stress the need to strengthen home economics teaching in elementary schools in Iceland.

Samþykkt: 
 • 24.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er sífellt verið að spara - Meistararitgerð.pdf767.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Undirskrift til skemmu.pdf155.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF