is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29205

Titill: 
 • Að rækta börnin sín í ljósi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 1989 : það þarf heilt þorp til þess að ala upp eitt barn samkvæmt Barnasáttmálanum
 • Titill er á ensku To cultivate our children in the light of the Convention : it takes a whole village to bring up one child
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð mín Að rækta börnin sín í ljósi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með undirtitlinum það þarf heilt þorp til þess að ala upp eitt barn samkvæmt Barnasáttmálanum fjallar um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins 1989, þekktari undir nafninu Barnasáttmáli SÞ. Barnasáttmálinn var settur í lög árið 2013 á Íslandi ( lög nr. 90/2013). Að rækta börnin sín merkir að með því að ala upp börn í anda Barnasáttmálans verða þau að virkum borgurum. Það þarf heilt þorp til þess að ala upp eitt barn vísar til þess að Barnasáttmáli SÞ fjallar ekki eingöngu um réttindi fyrir börn og þær skyldur sem ríkið þarf að standa við gagnvart börnum og fjölskyldum þeirra, heldur er hann ekki síður ábending til fólks og alþjóðlegt samkomulag um uppeldi, menntun og viðhorf til barna. Leikskólakennarar, aðrir kennarar og þeir aðilar sem vinna með börnum þurfa að taka mið af Barnasáttmálanum í starfi sínu.
  Bakgrunnur og efni ritgerðarinnar felst því í Barnasáttmálanum sjálfum, sögu, greiningu á honum, hvaða áhrif hann hefur haft á landslög á Íslandi t.d lög um leikskóla og skóla. Leið mín um fræðilega hlutann felst í umræðunni um mannréttindi, sýn á börn í gegnum tíðina, sögu leikskólans á Íslandi, auk sögu uppeldis og menntunar á börnum á fyrri tímum.
  Rannsókn mín er tilvistarrannsókn (e.case study) og fólst í rannsókn á námskrám eða starfsáætlunum sem birtist á heimasíðum leikskóla sem Reykjavíkurborg rekur, hvort þeir minntust á Barnasáttmálann í þeim í starfi sínu með börnum og hvaða greinar hans leikskólarnir tækju fyrir.
  Niðurstaða mín er sú að af 64 leikskólum sem Reykjavíkurborg rekur nefna 29 leikskólar Barnasáttmála SÞ í námskrám sínum eða starfsáætlunum og nota hann. Þeir nefna jafnframt að í grunnstoðum Barnasáttmálans sé stefna og leið leikskólans fólgin.
  Lykilorð í ritgerðinni Að rækta barn eru: Barnasáttmáli SÞ, mannréttindi, uppeldi, menntun börn.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  The title of the following study presented in this paper, To cultivate our children in the light of The Convention on the right of the child 1989, with the subtitle It takes a whole village to bring up one child according to the Convention is aims to shed light on The Convention on the Right of the Child 1989. In Iceland, this Convention was included in Icelandic law in year 2013 (law nr. 90/2013).
  To cultivate a child means that if we bring up a child in the spirit of the Convention the child will in the future become an influential member of the society.
  It takes a whole village to bring up one child is related to the fact that the Convention is not only the rights of the child and duties and obligations which the Goverment has to fulfill for the child and it‘s family, but it also means that every citisen, teacher, and parent in the community needs to bear in mind that bringing up a child is about cooperation and as well an international task.
  The Convention is therefore also an instruction of how to bring up a child. Theachers and those who work with children have to bear in mind the right of the child they are teaching and caring for.
  The background of this paper therefore follows The Convention on the Right of the Child,and it´s history .
  My way through the acdemic part is through the history of human rights, visions of children, history on preschool in Iceland and history of children‘s education and pedagogic.
  My reseach (e. case study) was on preschool‘s curriculum run by the Reykjavik city, (the capital of Icleand) weather they mentioned The Convention on the Right of the Child in it or not. My result shows that of 64 preschools run by the Reykjavik city, 29 out of 64 mention The Convention in their curriculum and they also claim that in the fundament of the Convention was the theoritical background of the fundament of the preschool.
  Key words: United natoins Convention on the Right of the child, human right, pedagogic and education, children.

Samþykkt: 
 • 24.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
m-snidmata4-2017.03-mm að rækta börnin sín''.pdf1.56 MBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Sigrun Lara Jonsdottir yfirlysing.pdf205.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF