is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29206

Titill: 
  • „Börnin ráða sjálf ferðinni“ : reynsla leikskólakennara af opnum efnivið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni var að draga ályktanir af reynslu leikskólakennara af þeirri leik- og námsaðferð sem notkun opins efniviðar felur í sér og koma fram með rök fyrir aðferðunum í leikskólastarfi. Viðfangsefnið var finna út hvernig megi fjalla af dýpt um opinn efnivið til þess að efla starfsþróun leikskólakennara. Með tilkomu Aðalnámskrár leikskóla 2011 var jafnframt áhugavert og mikilvægt að kanna hvernig þessi leikaðferð passaði við áhersluþætti hennar. Þá hefur sköpun hlotið meira vægi með tilkomu námskrárinnar og því var talið mikilvægt að skoða sköpun í tengslum við notkun opins efniviðar. Aðferðafræði rannsóknarinnar er eigindleg og fór gagnaöflun fram í formi viðtala við fimm leikskólakennara og tvo aðra leikskólastarfsmenn. Reynsla þeirra var athuguð og sett í samhengi við þau fræði sem liggja til grundvallar leiks og skapandi starfi barna í leikskólum. Rannsóknin fór fram fyrri hluta árs 2017. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggist meðal annars á hugmyndum Deweys, Vygotskys og Wood. Þessir fræðimenn hafa með mismunandi hætti rannsakað hvaða eiginleika kennari eigi að búa yfir til að styðja við nám barna og hvernig megi styðja við sköpun í leikskólastarfi. Hugmyndafræði þeirra á mikla samleið með hugmyndafræði um notkun opins efniviðar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að notkun opins efniviðar styðji við leik og sköpun barna í leikskólum og hugmyndafræðin um opinn efnivið sem námsefni byggi á því að börnum séu gefin tækifæri til þess að móta sjálf hugmyndir sínar um leikefnið og félagslegan leik með það. Aðrar niðurstöður eru þær að úthald barna í leik eykst með notkun opins efniviðar og börn hafi meiri ánægju af sköpunarferli sínu.

Samþykkt: 
  • 24.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
YfirlýsingSigurbaldur.pdf270.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Börnin ráða sjálf ferðinni.pdf651.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna