is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29210

Titill: 
 • „Það er gaman að fá að vera fluga á vegg“ : upplýsingamiðlun í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook í grunnskóla.
 • „It is good to get to be a fly on the wall´´ : sharing information with elementary school parents through Facebook.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að skoða möguleika samfélagsmiðilsins Facebook til þess að auka upplýsingaflæði milli heimilis og skóla í þeirri von að efla samskiptin þar á milli. Settar voru myndir og myndskeið með lýsandi texta um hvað mætti sjá á myndum eða myndskeiðum, inn á lokaðan Facebook-hóp þriðja bekkjar. Rannsóknin snéri einnig að því að auka innsýn foreldra inn í kennslustundir nemenda.
  Rannsóknin fór fram skólaárið 2016 -2017 í grunnskóla í Reykjavík. Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn og byggist á viðtali, spurningalista og gögnum úr Facebook-hóp árgangsins. Tekið var eitt viðtal við kennara og stuðningsfulltrúa bekkjarins, spurningalisti var sendur til foreldra árgangins og unnið var úr gögnum sem söfnuðust á Facebook.
  Niðurstöður benda til þess að almenn ánægja sé með aukið upplýsingaflæði í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook á meðal foreldra og starfsfólks, en með auknu upplýsingaflæði frá kennurum jókst innsýn foreldra í skólastarfið. Í ljósi þess sögðust foreldrar eiga fleiri og innihaldsríkari samræður við börn sín um skólann og nám þeirra. Einnig töldu foreldrar að með myndum, myndskeiðum og upplýsingum sem settar voru inn á Facebook-hópinn hafi tiltrú aukist á skólastarfinu. Kennarar upplifðu að foreldrar voru meira með á nótunum um hvað væri að gerast inni í skólastofunni eftir að þeir byrjuðu að vera virkir á Facebook. Tölvupóstar og hin almennu samskipti við foreldra breyttust lítillega af hálfu kennara, en foreldrar upplifðu að samskiptin urðu betri og þægilegri. Bæði foreldrar og kennarar voru sammála um að Facebook væri vettvangur fyrir jákvæðni og almennar upplýsingar og að persónuleg málefni ættu heima í tölvupóstum eða símtölum. Kennarar vildu ekki nota sinn persónulega aðgang á Facebook og bjuggu því til sameiginlegan aðgang sem allir starfsmenn notuðu. Með honum settu kennarar og starfsmenn inn myndir, myndskeið og upplýsingar um skólastarfið.
  Foreldrar og kennarar vildu halda áfram að nota Facebook-hópana sem tæki til upplýsingamiðlunar.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to examine the possibilities of using facebook to create better communication between the home and the school in hope to make the communication even stronger. In attempt to do so, a closed facebook group was created for the parents of the third class where they could see photos and videos of what was going on followed by a short description. The aim of the study was also to give the parents a chance to see what was going on in the classroom.
  The study was done in the schoolyear of 2016-2017 in a elementry hcool in Reykjavík. The study is a qualitative case study based on interviews, questionnaires and materials from the facebook group. An interview was taken with the class teacher and her classroom assistant, a questionnaire was sent to all the parents and material from the facebook group was examined.
  The results indicate that the parents were very happy with the increase of information provided through the facebook group. With the increase of information they felt they were more conscious of what was going on in the classroom. In relation to that the parents felt that they had more frequent and deeper conversations with their child about the school and everything related to the school. The parents also felt that with all the pictures, the videos and the information provided in the facebook group, they felt more positive towards the school and the work that is done there.
  The teachers experienced that the parents were more aware of what was going on in the classroom after they joined the facebook group. The teachers felt that basic communication, e-mails et cetera, hardly changed but the parents felt the opposite, that it had improved. Both parents and the teachers agreed on facebook being a scene for positivity and basic informations but e-mails and phonecalls would be more suitable for personal matters. The teachers did not want to use their personal facebook account so they created a mutual account where they all posted the pictures, the videos and informations about the schoolwork.
  Both parents and teachers wanted to continue using the facebook group as a tool for sharing informations.

Samþykkt: 
 • 24.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Það er gaman að fá að vera fluga á vegg“ Upplýsingamiðlun í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook í grunnskóla. .pdf3.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-signed.pdf465.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF