is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29211

Titill: 
 • Gæðastund : samþætting á skóla- og frístundastarfi í Snælandsskóla, Kópavogi
 • Titill er á ensku Quality Hour : integrating the After School Program into the Regular School Day at Snælandsskóli, Kópavogur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Gæðastund er þróunarverkefni í Snælandsskóla þar sem skóla- og frístundastarf er samþætt og skóladagur barna í 1. og 2. bekk brotinn upp tvisvar í viku með þeim hætti að börnin fá tækifæri til að taka þátt bæði í skipulögðum og frjálsum leik á skólatíma á vegum dægradvalar (frístundaheimili). Gæðastund er ein fyrsta starfendarannsóknin á Íslandi sem gefur innsýn í frístundastarf fyrir börn á yngsta stigi grunnskólans og samþættingu skóla- og frístundastarfs út frá sjónarhóli þátttakandans, þ.e. forstöðumanns dægradvalar sem er einnig rannsakandi.
  Markmið ritgerðarinnar er að lýsa Gæðastund, ígrunda framvindu hennar með það að markmiði að komast að því hvernig gekk að innleiða samþættingu skóla- og frístundastarfs í formi Gæðastundar í Snælandsskóla. Þar mun koma fram hvaða tækifæri til menntunar Gæðastund býður upp á, hvernig samstarfið hefur breyst síðan verkefnið varð til og hvaða áskoranir hafa komið upp.
  Verkefnið er starfendarannsókn þar sem rannsakandi er einnig þátttakandi í verkefninu og styðst við kenningar um félagsuppeldisfræði, óformlegt nám, frjálsan leik, gildi hópleikja og samvinnu milli ólíkra fagstétta. Gagnaöflun fólst meðal annars í því að rannsakandi hélt dagbók yfir tvö skólaár um starf sitt. Einnig tók rannsakandi viðtöl við skólastjóra, þrjá kennara og þrjá frístundaleiðbeinendur sem hafa unnið í Gæðastund og í dægradvöl.
  Niðurstöður leiða í ljós að Gæðastund býður upp á fjölda óformlegra og hálf-formlegra námstækifæra sem gefur börnum framkvæmdavald til þess að skapa sína eigin námsferla og læra af reynslunni. Gæðastund styrkir samband barna og frístundaleiðbeinenda. Börnin treysta frístundaleiðbeinendum betur síðan verkefnið varð til og þeir upplifa sig sem mikilvægan þátt í lífi barnanna. Á meðan kennarar horfa með gagnrýnum augum á lengingu skóladagsins, hefur samstarf milli þeirra og frístundaleiðbeinenda aukist og dýpkað, sérstaklega samstarf sem tengist einstaka börnum.

 • Útdráttur er á ensku

  Quality hour is a development project at Snælandsskóli where school and after school programs are integrated into the first and second graders‘ school day. The school program is interrupted twice a week in order to give children the chance to participate both in organised and free play in cooperation with the after school center. This study is the first to look at the cooperation between after school care and the school program from the perspective of the manager of the after school center, who is also the reseracher.
  The goal of this study is to describe quality hour and to reflect on its development in order to investigate how the integration between school and after school occurred. This includes the educational opportunities that quality hour provides, how the cooperation within Snælandsskoli was effected by the project, and what challenges had to be met.
  The study represents action research where the researcher is also one of the participants in the project and is supported by theories about social pedagogy, informal learining, the value of play, and the cooperation between different professions. Data collection involved a diary that the researcher kept during the project and interviews that were taken with the school principle, three teachers, and three recreational professionals.
  Results show that quality hour offers a number of nonformal and informal educational opportunities that give children the agency to create their own educational trajectories and learn from their own experiences. Quality hour supports the connection between children and after school staff. Children trust them more, and the personal experiences that they have are an improtant part in the childrens‘ lives. While teachers reported not liking the longer school day, the cooperation between after school staff and school teachers improved, espeacially around individual cases.

Samþykkt: 
 • 24.10.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Ulrike Schubert lokaeintak .pdf2.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ulrike_yfirl.pdf220.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF