Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29212
Stjórnendur á starfsbrautum í framhaldsskólum var viðfangsefni ritgerðarinnar. Markmiðið var að skoða hlutverk þeirra sem millistjórnendur og sýn þeirra á starf sitt. Annað markmið var að skoða lagarammann og þau ákvæði um starfsbrautir sem koma fram í námskrám. Fræðileg umfjöllun var um millistjórnendur, dreifða forystu og starfshvata. Rannsóknaraðferðin sem notuð var er eigindleg og rætt var við tíu stjórnendur starfsbrauta. Úrtakið var valið út frá markmiðum og hentugleika með áherslu á að viðmælendur væru viljugir til að ígrunda og deila reynslu sinni og að aðgengi að þeim væri gott. Leitast var við að ná fram margbreytileika á mannlegri reynslu stjórnenda á starfsbrautum í framhaldsskóla. Helstu niðurstöður voru að hlutverk stjórnenda á starfsbrautum eru fjölþætt. Allir sinntu þeir fjölbreyttum samskiptum, faglegri forystu, báru margvíslega ábyrgð og allir nema einn kenndu nemendum. Stjórnendur voru drifnir áfram af innri starfshvötum og áttu sameiginlega sýn um að koma til móts við sérhvern nemanda til þess að virkja hann til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Allir kölluðu eftir auknum samskiptum, samráði, stefnumótun, ráðgjöf og stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Skólar á höfuðborgarsvæðinu virtust geta takmarkað fjölda nemenda sem þeir samþykktu á starfsbraut sem aðrir skólar virtust ekki geta gert. Erfitt var að átta sig á hvernig stöðugildi stjórnenda var fengið þar sem nemendafjöldi og nemendasamsetning var ekki alltaf í samræmi við stjórnunarhlutfall. Stjórnendum gekk ágætlega að fylgja lagarammanum eftir en hann er reyndar mjög opinn og því auðvelt að túlka hann á mismunandi hátt. Ekki var hægt að fylgja eftir ákvæðum um tilfærsluáætlun sem eru í reglugerð um nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum þar sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ekki staðið við sinn hlut.
Nokkrar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar um starfsbrautir en þær hafa oftast tekið mið af nemendahópnum en ekki stjórnendum. Það er von mín að rannsókn þessi verði nýtt innlegg í fræðiheim skólastarfs á starfsbrautum í framhaldsskólum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ég ber ábyrgð á því að þeim líði vel (1).pdf | 1.16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
thorunn_s_roberts_yfirl.jpg | 80.57 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |