is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29213

Titill: 
  • Áhrif staðsetningar framhaldsskóla á námsval : velja nemendur að fara að heiman í iðn- og starfsnám ef bóknám er í boði í næsta nágrenni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hvað er það sem ákvarðar hvaða námsleið nemendur velja að afloknum grunnskóla? Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig nemendur velja sér námsleið. Í þeim kemur fram að nemendur velja að miklu leyti sjálfir og án aðstoðar námsráðgjafa í skólunum. Þeir nemendur sem nýta sér þjónustu þeirra og taka áhugasviðskannanir virðast hallast frekar að iðn- eða starfsnámi sem fyrsta vali en velja oftar en ekki hefðbundnari námsleiðir í bóknámi. Upplýsingagjöf til grunnskólanemenda er nokkuð góð og hafa þeir aðgang að námsráðgjöfum, áhugasviðskönnunum, heimasíðum skóla og kynningarefni. Þrátt fyrir það er námsval þessara nemenda frekar einhæft og virðast kynningar og átaksverkefni ekki skila sér sem skyldi. Til að kanna hvort kynningarstarf og átaksverkefni til að efla iðn- og starfsnám, sé til lítils þar sem ákvörðun nemenda um framhaldsskóla er fyrirfram ákveðin vegna búsetu, var óskað eftir gögnum frá öllum framhaldsskólum á landsbyggðinni sem bjóða upp á iðn- og starfsnám. Óskað var eftir upplýsingum um nemendur í iðn- og starfsnámi hjá þessum skólum eftir búsetu. Búsetan var könnuð út frá póstnúmeri þar sem það gefur góða mynda af því hvaðan nemendur koma. Þau gögn voru borin saman við fjölda íbúa á hverjum stað og reynt að skoða hlutfallslega aðsókn þeirra í iðn- og starfsnám. Með því var hægt að sjá hvort nemendur dreifðust á milli staða eftir námsframboði eða hvort námsframboð skipti minna máli og staðsetning skóla vægi meira við val á framhaldsskóla. Má glöggt sjá að nemendur sem búa í sama bæjarfélagi og framhaldsskóli er starfræktur í, velja sér það nám sem er í boði í þeim skóla en ekki aðrar námsleiðir sem boðið er upp á, jafnvel í nágrannasveitarfélagi. Meirihluti framhaldsskóla á Íslandi eru bóknámsskólar. Af því sést að nemendur sækja frekar í þessháttar nám. Einnig er gott að hafa í huga að öll fjölgun framhaldsskóla frá aldamótum hefur verið í formi bóknámsskóla. Hlýtur það að skýra að hluta til dalandi aðsókn í iðn- og starfsnám á þeim svæðum þar sem nýju skólarnir eru starfræktir. Þessi niðurstaða er athyglisverð fyrir þær sakir að hún setur spurningamerki við átaksverkefnin um eflingu iðn- og starfsmenntunar, því nemendur virðast láta staðsetningu skóla ráða miklu í vali á námi í framhaldsskóla.

Samþykkt: 
  • 24.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.ed. ritgerð Þröstur Þór Ólafsson 221265-5139 9.5.2017.pdf2.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Þröstur Þór Ólafsson.pdf79.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF