is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29214

Titill: 
  • Áhrif músíkþerapíu á börn með ADHD og kvíðatengdar raskanir.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um áhrif músíkþerapíu og verður það að hluta skoðað út frá börnum með ADHD og aðrar kvíðatengdar raskanir. Hefur músíkþerapía áhrif á börn og hjálpar hún þeim að tjá tilfinningar sínar? Út frá þessu skoða ég fyrirbærið tónlist og þau áhrif sem hún hefur á líf einstaklinga. Hvernig tengist tónlist tónlistarsérkennslu og músíkþerapíu? Einnig verður fjallað um sögu músíkþerapíu, skilgreiningu fagsins, markmið og aðferðir. Hugtakið ADHD verður skilgreint; einkenni, orsakir, meðferðarúrræði, horfur og áhrif á fjölskyldur.
    Valdar verða fimm rannsóknir sem tengjast tónlist og músíkþerapíu en einnig verður vitnað í fleiri fræðilegar greinar. Rannsóknirnar vekja eins margar spurningar og þær svara. Margar skilgreiningar eru í notkun og er því erfitt að átta sig á lykilhugtökum ritgerðarinnar og um hvað er verið að ræða í hverju máli. Skilgreining á ADHD virðist vera óljós og er því erfitt að rannsaka áhrif umhverfis og meðferðarúrræða. Einnig er mjög óljóst hvernig tónlist er notuð í þessum meðferðum og hvað íhlutun músíkmeðferðar felur í sér.
    Skilgreiningar á músíkþerapíu eru mjög margar og mismunandi og auðséð er að um margar tegundir aðferða er að ræða. Hvert barn er sérstakt og er um margvíslegar fylgiraskanir að ræða. Því þarf að horfa á hvert barn út frá einstaklingsmiðaðri nálgun og á það enn frekar við um fötluð börn. Er því afskaplega erfitt að átta sig á árangri músíkþerapíu á huglægan hátt. Flest börnin sem komu fram í rannsóknunum hlutu einnig íhlutun í formi lyfjameðferðar og enn aðrir þættir í umhverfi barnanna geta skipt máli. Rannsakendur voru almennt jákvæðir gagnvart áhrifum músíkþerapíu og voru sumir þeirra sannfærðir um andlegt heilbrigði allra, hvort sem fatlaðir væru eða ekki.

Samþykkt: 
  • 24.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif-Músíkmeðferðar-Þuríður-Anna-Róbertsdóttir-Darling-0305852679.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni Þuríður Anna Róbertsd. Darling (1).jpg432.26 kBLokaðurYfirlýsingJPG