is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29216

Titill: 
  • Allir á völlinn : aðgengi fatlaðra stuðningsmanna á knattspyrnuvöllum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni fjallar um stöðu aðgengismála fyrir fatlaða stuðningsmenn að áhorfendasvæðum knattspyrnuvalla á Íslandi árið 2017. Erfitt aðgengi og slæm aðstaða til áhorfs getur komið í veg fyrir að margir fatlaðir stuðningsmenn sæki vellina heim og geti stutt sitt lið til jafns á við aðra stuðningsmenn. Verkefnið varð til vegna mikils áhuga höfunda á knattspyrnu annarsvegar og aðgengismálum hinsvegar. Þessi tvíþætti áhugi kemur hér saman í einn þráð og varpar ljósi á aðgengi að áhorfendasvæðum valla í umsjón liða í efstu deild Íslandsmóts KSÍ í knattspyrnu karla og kvenna 2017. Verkefnið var unnið í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands.
    Ekki er til viðmið á Íslandi um gott aðgengi á áhorfendasvæði knattspyrnuvallar og hvernig aðgengið skuli útfært. Höfundar útbjuggu gátlista um gott aðgengi og var stuðst við viðmið frá Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA, 2011) við gerð hans. Allir vellir í efstu deild karla og kvenna voru heimsóttir og gerðar voru aðgengisúttektir með aðstoð gátlistans. Úttektirnar leiddu það í ljós að á öllum völlunum sem heimsóttir voru þarf að gera úrbætur í aðgengismálum til að tryggja aðgengi allra stuðningsmanna. Samhliða þessari greinargerð var gerð skýrsla sem var skilað til KSÍ. Gátlistinn er þannig úr garði gerður að hann má vel nýta áfram við eftirlit og eftirfylgni til framtíðar af hálfu KSÍ, en einnig geta félögin nýtt hann til þess að gera úrbætur. Líklegt er þó að hann þurfi að endurskoða og uppfæra með reglulegu millibili í takti við lög og reglugerðir.

Samþykkt: 
  • 24.10.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alexander Harðarson og Ólafur Þór Davíðsson-lokaverkefniBA.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Alexander Harðarson-og-Ólafur-Þór Davíðsson -yfirlýsing-skemman.pdf259.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF