is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29228

Titill: 
 • Dúlur og félagsráðgjöf. "Hún var svona manneskjan mín"
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Dúlur eru starfsstétt sem hefur fengið litla umfjöllun hér á landi en þær eru konur sem aðstoða aðrar konur fyrir, í og eftir fæðingu barns. Eitt helsta markmið þeirra er að veita samfelldan stuðning í barneignarferlinu, sem hefur farið sífellt minnkandi í hinum vestræna heimi, síðan að fæðingar færðust frá heimilum til sjúkrahúsa. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort og þá hvernig dúlur tengjast félagsráðgjöf og hvort hægt sé að nota dúlur sem félagslegt úrræði. Tekin voru eigindleg viðtöl við fimm konur sem áttu það sameiginlegt að hafa verið með dúlu í barneignarferlinu og upplifun þeirra af þjónustunni skoðuð. Einnig var tekið viðtal við félagsráðgjafa á kvennadeild Landspítalans, til þess að kanna viðhorf hennar til dúlna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að félagsráðgjafar eru í lykilstöðu til þess að auka vitneskju almennings á dúlum, að vísa barnshafandi konum sem þurfa á auknum stuðningi að halda á dúlur og að aðstoða þær konur sem ekki hafa tök á því að greiða fyrir þjónustuna. Þá leiddu niðurstöður rannsóknarinnar einnig í ljós að dúlur gætu verið gagnleg viðbót við úrræði líkt og „Stuðningurinn heim“, þar sem barnshafandi konum og fjölskyldum þeirra er veittur samfelldur stuðningur, fyrir og eftir fæðingu barns.
  Erlendar rannsóknir benda til þess að barnshafandi konur í félagslegum erfiðleikum beri sérstakan hag af þjónustu dúlna. Þess vegna er mikilvægt að stuðningur við konur í barneignarferlinu verði rannsakaður nánar og að félagsráðgjafar beiti sér fyrir því að hægt sé að veita konum bestu þjónustu sem völ er á, á þessu merkilega tímabili í lífi þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  The profession of doulas has had little coverage in Iceland. They are women who assist other women before, during and after childbirth, and their main goal is to provide continuous support in the process of childbearing. This continuous support has decreased increasingly in the Western world ever since birth moved from homes to hospitals. The aim of this research is therefore to examine if, and how, doulas are connected to social work and if doulas can be used as a social resource. Qualitative interviews were made with five women who all had doulas with them in their labours and births, and their experience of the service was observed. A qualitative interview with a social worker working on the women‘s ward on Landspítalinn was also performed to investigate her opinion on doulas.
  The findings of this research suggest that social workers are in a key position to expand public knowledge on doulas, to refer pregnant women who need additional support to doulas and to assist women who are not able to pay for the service of doulas. The results also suggest that doulas could be a useful addition to the social resource „Stuðningurinn heim“, where pregnant women and their families could receive additional support before and after the birth of their child.
  Foreign studies have shown that pregnant women with social problems benefit exponentially from the services of doulas. It is therefore important that support to childbearing women is studied further and that social workers exert themselves so that women can be cared for in the best way possible, during this important time in their lives.

Samþykkt: 
 • 23.11.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29228


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnea Steiney Þórðardóttir MA ritgerð.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlýsingPDF.pdf1.98 MBLokaðurYfirlýsingPDF