is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29232

Titill: 
 • „Til hamingju“: Upplifun foreldra af því að eignast fyrirbura og að samræma dvölina á vökudeild við lífið utan hennar.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Margir foreldrar kannast við að hafa heyrt orðin: Börnin koma þegar þau eru tilbúin til þess, þegar beðið er eftir að fæðing hefjist. Stundum koma börnin þó of snemma og þegar þau eru í raun ekki tilbúin til þess. Undanfarin ár hafa hér á landi fæðst um 237 – 255 fyrirburar á ári eða 7,5 – 8,0% fæddra barna.
  Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var fyrst og fremst að varpa ljósi á þær tilfinningar sem foreldrar fyrirbura kunna að upplifa. Markmiðið var einnig að fá fram upplifun foreldra af því að samræma dvölina á vökudeild við lífið utan hennar. Til að ná þessum markmiðum leitaðist rannsakandi við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er upplifun foreldra af því að eignast fyrirbura?
  Hver er upplifun foreldra af því að samræma dvölina á vökudeild við lífið utan hennar?
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að foreldrarnir upplifðu kvíða, áhyggjur og ótta þegar barn þeirra kom í heiminn fyrr en áætlað var og féll gleðin gjarnan í skugga þessara tilfinninga. Þegar á heildina er litið var upplifun foreldra af vökudeildinni góð. Allir foreldrarnir upplifðu gott viðmót frá starfsfólki vökudeildarinnar og voru að ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu. Það sem viðmælendum fannst helst skorta á vökudeildinni var betri aðstaða fyrir foreldra til að geta verið með barni sínu allan sólarhringinn.
  Hvað varðar að samræma dvölina á vökudeild við lífið utan hennar kom í ljós að foreldrar sinntu litlu sem engu utan vökudeildarinnar á þessum tíma. Það að hafa gott stuðningsnet sem getur stutt við bakið á foreldrum barna á vökudeild er mikils virði og getur auðveldað foreldrunum að samræma lífið á vökudeildinni við lífið utan hennar. Að sama skapi skiptir það máli að viðmót vinnuveitenda sé gott og þeir styðji við bakið á foreldrum þegar til þeirra er leitað.
  Lykilorð: Upplifun foreldra, fyrirburar, vökudeild, réttindi, þjónusta, stuðningur.

Samþykkt: 
 • 27.11.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf460.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Steinunn_Jonsdottir_lokaeintak.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna