is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29233

Titill: 
 • Einmanaleiki og líðan eldra fólks
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Íslenska þjóðin eldist hratt svo nauðsynlegt er að huga að velferð eldra fólksins okkar. Rannsókn þessi er gerð með það fyrir augum að athuga hvort einmanaleiki hrjái eldri borgara þessa lands. Val þessa verkefnis var ekki erfitt þar sem áhugi rannsakanda er gríðarlega mikill á velferð eldri borgara. Notast var við fyrirliggjandi gögn sem aflað var með íslenskri útgáfu OASR sjálfsmatslista sem er ætlað að afla gagna um stöðu, lífsgæði og þátttöku eldra fólks. Gagnanna í rannsóknina var aflað haustið 2017 og stóð gagnaöflun yfir á meðan unnir var að þessari rannsókn. Unnið var á megindlegan hátt úr niðurstöðum 191 sjálfsmatsspurningalista. Með notkun sjálfsmatsspurningalista er verið að nálgast eldra fólk á annan hátt en gert er þegar aðstandendur eða heilbrigðisstarfsfólk svara spurningalistum um hinn aldraða.
  Þeim rannsóknarspurningum sem rannsókninni var ætlað að svara voru eftirfarandi:
  • Hver er tíðni einmanaleika hjá einstaklingum 60 ára og eldri og hver er tíðni hans við kyn, hjúskap og aldur?
  • Eru tengsl á milli einmanaleika og kvíða/þunglyndis?
  Einnig var lagt upp með tvær tilgátur:
  • Einmanaleiki eldra fólks er um 10%, hækkandi með hækkandi aldri og meiri einmanaleiki hjá þeim sem misst hafa maka sinn.
  • Tengsl eru á milli einmanaleika og kvíða/þunglyndis
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að mjög lítið sé um einmanaleika meðal svarenda, einungis 4,2% segjast oft finna fyrir einmanaleika en 19,9% stundum. Ekki er marktæk fylgni á milli einmanaleika og kvíða/þunglyndis (P>0,05), en þó eru vísbendingar um að með minni einmanaleika aukist kvíði og þunglyndi. Þessar niðurstöður vekja þó spurningar um nánari skoðun þar sem fyrri rannsóknir benda til þess gagnstæða.
  Lykilorð: aldraðir, einmanaleiki, sjálfsmatslistar, OASR, þunglyndi

Samþykkt: 
 • 27.11.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29233


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing 001.jpg240.94 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Theodóra%20Jóhannsdóttir%20-%20einmanaleiki%20og%20líðan%20aldraðra.pdf2.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna