is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29235

Titill: 
  • Dagdvöl léttir lífið. Viðhorf skjólstæðinga til dagdvalar í Múlabæ
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Múlabær er dagdvöl fyrir aldraða. Í þessari ritgerð verður farið yfir megindlega rannsókn sem framkvæmd var með það meginmarkmið, að rannsaka viðhorf skjólstæðinga Múlabæjar til þjónustunnar sem boðið er upp á þar. Fór höfundur af stað í rannsóknina með þrjár rannsóknarspurningar. Þær voru, hvert er viðhorf skjólstæðinga til þjónustunnar sem veitt er í Múlabæ, hefur dvölin í Múlabæ dregið úr félagslegri einangrun hjá skjólstæðingum og hvaða formlegu sem og óformlegu þjónustu eru skjólstæðingar að nýta sér utan Múlabæjar. Þátttakendur í rannsókninni voru allir skjólstæðingar Múlabæjar sem höfðu bæði möguleika og áhuga á þátttöku.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þátttakendur voru almennt ánægðir með dagdvölina og þá þjónustu sem boðið er upp á í Múlabæ, þó svo það væru nokkrir hlutir sem þátttakendum fannst að betur mættu fara. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar fann rúmlega helmingur þátttakenda fyrir félagslegri einangrun áður en þeir byrjuðu að mæta í Múlabæ. Af þeim, sem fundu fyrir félagslegri einangrun, sögðu flestir að dregið hefði úr félagslegri einangrun eftir að þeir fóru að mæta í Múlabæ. Með tilliti til formlegrar og óformlegrar þjónustu fengu margir þátttakendur óformlega þjónustu frá tengslaneti sínu í formi aðstoðar við athafnir daglegs lífs. Einnig nýtti hluti þátttakenda sér formlega þjónustu eins og heimahjúkrun, heimaþjónustu, heimsendan mat og aðra þjónustu.
    Lykilorð: Aldraðir, félagsráðgjöf, dagdvalir, þjónusta við aldraða.

Samþykkt: 
  • 27.11.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing - Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir.pdf985.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Dagdvöl léttir lífið - Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir - Lokaskjal.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna