is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29237

Titill: 
 • Konukot. Næturathvarf fyrir heimilislausar konur
 • Titill er á ensku Konukot. Shelter for homeless women
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og reynslu félagsráðgjafa af neyðarúrræðinu Konukoti. Konukot er úrræði fyrir heimilislausar konur hér á landi og er starfrækt eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði. Í rannsókninni var verið að leita svara
  við því hvaða konur nýta sér úrræðið, hver bakgrunnur þeirra er, hvað þær eiga sameiginlegt og hvort úrræðið nýtist vel konum sem eru með tvígreiningar. Þá var viðhorf félagsráðgjafa til úrræðisins jafnframt skoðað.
  Í rannsókninni var eigindleg aðferðafræði notuð þar sem viðtöl voru tekin við fjóra félagsráðsgjafa sem þjónusta skjólstæðinga sem nýta sér Konukot. Viðtal var einnig tekið við starfsmann Konukots, sem starfað hefur þar frá sína frá stofnun þess, og nýtti rannsakandi sér þær upplýsingar til að skrifa um sögu Konukots og hvernig hugmyndafræði skaðaminnkunar hefur verið útfærð og notuð þar.
  Rannsakanda þótti áhugavert að skoða bakgrunn kvenna sem nota þjónustu
  Konukots og hvað þær eiga sameiginlegt frá sjónarhorni félagsráðgjafa sem þjónusta þær. Jafnframt var athyglisvert að kynnast viðhorfum félagsráðgjafa til úrræðisins og hvort þeir telja það henti þessum hópi skjólstæðinga sinna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að konurnar sem nýta sér úrræðið Konukot hafi flestar átt erfiða æsku, hafi orðið fyrir áföllum í lífinu og margar þeirra eiga einnig við geðræn vandamál að stríða. Bakland kvennanna er lélegt og flestar þeirra neyta áfengis- og/eða vímuefna. Viðhorf félagsráðgjafanna til úrræðisins var almennt mjög gott og þeir voru jákvæðir og opnir fyrir hugmyndafræði skaðaminnkunar.


  Lykilorð: Félagsráðgjöf, heimilisleysi, Konukot, geðraskanir, vímuefnaneysla, skaðaminnkun.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to examine the attitude and experience of social workers to the homeless shelter Konukot. Konukot uses harm reduction ideology in its operation and is used as a homeless shelter for women in Iceland. In this study, the researcher was examining the type of women that stay at this homeless shelter, their background,
  commonalities and whether this type of homeless shelter is beneficial for women with dual diagnosis. The attitude of social workers towards Konukot was also examined.
  Qualitative methods were used in this study as interviews were conducted with four social workers that service clients that use Konukot. The researcher also interviewed an employee at Konukot, who has been working there since the operation began and the researcher used that information to write about the history of Konukot and how the ideology of harm reduction has been implemented and used in Konukot.
  The researcher was interested in examining the background of these women and find out what they have in common, from the perspective of the social workers that service them. It was also interesting to get acquainted with the social workers’ attitude towards Konukot and whether they think it is a suitable solution for this group of clients.
  Results of the study indicate that most of the women who use Konukot had a difficult childhood, suffered from many setbacks and many of them also had mental health problems The social support of these women is very poor and most of them abuse alcohol and/or drugs. The social workers’ attitude towards Konukot was generally positive and they favoured the harm reduction ideology.

  Key words: Social work, homelessness, Konukot, mental disorders, drug abuse, harm reduction.

Samþykkt: 
 • 27.11.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing.jpg187.3 kBLokaðurJPG
MA_Lovísa_María_Emilsdóttir.pdf767.4 kBOpinnPDFSkoða/Opna