is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29242

Titill: 
 • „Ég væri bara til í að eiga eins og aðrir“: Reynsla reykvískra barna af því að búa við fátækt
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Að búa við fátækt getur haft víðtæk efnahagsleg og félagsleg áhrif á velferð barna. Árið 2014 bjuggu um 9,1% barna á Íslandi við fátækt samkvæmt skortgreiningu Unicef. Mikilvægt er að bæta hag þeirra barna sem búa við fátækt en niðurstöður rannsókna benda til þess að viðhorf og reynsla barna af því að búa við fátækt séu lykilatriði fyrir stefnumótun og breytingu á þjónustu í málum er varða fátækt barna.
  Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar þar sem verið er að kanna umfang fátæktar og reynslu reykvískra barna af því að búa við fátækt. Tilgangur rannsóknarinnar er að vinna gegn fátækt. Markmið þessa hluta rannsóknarinnar er að kanna reynslu reykvískra barna af því að búa við fátækt ásamt því að skoða áhrif fátæktar á líf þeirra. Þá var það sérstaklega skoðað hvernig hægt er að breyta skipulagi þjónustu svo hún nýtist börnum sem búa við fátækt. Við vinnslu rannsóknarinnar var eigindlegri aðferð beitt. Tekin voru 11 hálfstöðluð viðtöl við börn á aldrinum 7-12 ára en þau voru talin búa við fátækt þar sem þau áttu öll foreldra sem hlotið hafa fjárhagsaðstoð til framfærslu í þrjá mánuði eða meira.
  Niðurstöður benda til þess að börn sem búa við fátækt í Reykjavík taki takmarkaðan þátt í tómstundum ásamt því að búa oft við fremur þröngan og ófullnægjandi húsakost. Þá hafði fátæktin einnig í sumum tilfellum áhrif á tengsl barna við fjölskyldu þeirra og jafningja. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar skortir ekki úrræði á vegum Reykjavíkurborgar sem gætu hentað börnum sem lifa undir fátæktarmörkum. Þó benda niðurstöður til þess að skortur sé á því að fjölskyldur sem búi við fátækt nýti sér úrræði sem snúa að þjónustu við börn en þar er aðkoma félagsráðgjafa mikilvæg. Þá þurfa félagsráðgjafar að tryggja það að raddir barna fái að hljóma þegar gerðar eru áætlanir með fjölskyldum ásamt því að tryggja eftirfylgni áætlana.
  Lykilorð: Börn, fátækt, reynsla barna, fjölskylduvinna, þátttaka

 • Útdráttur er á ensku

  Living in poverty can have an extensive impact on children's lives and welfare. The results of Unicef’s privation analysis in 2014 demonstrated that 9,1% of children lived in poverty in Iceland. It is important to improve children's situation that live in poverty. Studies point out that views and experience of children living in poverty are among the key factors for policymaking and changes when dealing with cases on children's poverty.
  This volume represents one part of a larger research project undertaken by the Department of welfare of the city of Reykjavík which has the objectives to explore the extent of child poverty in Reykjavík as well as to elicit the perspective of the children living in poverty on their circumstances. The purpose of the research is to work against poverty. The aim of this volume of the research is to explore the experiences of children living in poverty and the effects of poverty on their lives. Specifically explored was how the service can be changed so it becomes more useful for children living in poverty. The research method is qualitative as 11 interviews were conducted with children aged 7-12 years. Participants were identified as living in poverty because they all had parents that had been receiving financial aid for three months or longer.
  The results demonstrate that children living in poverty are specifically in need within the fields of leisure involvement and housing. The poverty in some cases also affected the children’s relationship with their family and peers. According to the research findings there is no shortage of resources arranged by the city of Reykjavík that could be suitable for children living under the poverty line. However, Results indicate that there is a deficit when it comes to families living in poverty and their usage of resources for children. In regards to that the involvement of social workers is critical. Moreover, social workers need to ensure that the children’s voices are heard when a plan is made with families as well as ensuring that said plans are followed through.

  Keywords: Children, poverty, children’s experience, family work, participation.

Samþykkt: 
 • 27.11.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IMG_6072.jpg2.4 MBLokaðurYfirlýsingJPG
MAritgerd.SoffíaHjördísÓlafsdóttir_.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna