is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29244

Titill: 
 • Unglingasmiðjan. Könnun á aðstæðum umsækjenda um þjónustuna á árunum 2011-2015
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi fjallar um Unglingasmiðjuna, félagslegt úrræði Reykjavíkurborgar fyrir unglinga sem eiga félagslega erfitt uppdráttar. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort aðstæður umsækjenda um úrræðið hafi breyst á árunum 2011-2015. Jafnframt er kannað hvort þjónusta úrræðisins mætir þörfum þeirra unglinga sem sækja um þjónustu þess. Innihaldsgreining var gerð á umsóknum 197 einstaklinga um úrræði Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Unglingasmiðjuna. Algengast er að félagsráðgjafar sem starfa á þjónustumiðstöðvum borgarinnar sendi inn umsóknir um úrræðið fyrir einstaklingana. Auk þess að skoða fyrrgreind gögn voru tekin þrjú viðtöl við starfsmenn Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram í formi lýsandi tölfræði og greiningu viðtala. Notast var við tölfræðiforritið SPSS og farið var eftir reglum sem varða úrvinnslu eigindlegra gagna. Greining var gerð á helsta vanda umsækjenda, heimilisaðstæðum og félagslegum aðstæðum. Einnig var athugaður sá stuðningur sem einstaklingarnir höfðu nýtt sér eða höfðu áform um að nýta. Í viðtölunum var könnuð afstaða viðmælenda gagnvart starfsemi úrræðisins ásamt því að greina mögulega breytingu á aðstæðum umsækjenda.
  Algengasti vandi umsækjenda reyndist vera félagsleg einangrun, erfiðleikar í samskiptum, námsörðugleikar og hegðunarvandi. Tilfellum þar sem uppeldisaðstæðum umsækjenda var áfátt fer fjölgandi milli ára. Algengt var að umsækjendur væru greindir með athyglisbrest með eða án ofvirkni (ADHD/ADD) eða eingöngu hvatvísi, kvíðaröskun, þroskahömlun og einhverfu. Fjöldi þeirra sem eru með fleiri en eina greiningu fer vaxandi. Í niðurstöðum viðtala kemur fram að úrræðið hafi tekið breytingum vegna þátttakenda með aukna þjónustuþörf og viðmælendur finna fyrir þörf á nýju úrræði fyrir unglinga með einhverfugreiningar og/eða hegðunarvanda. Hið nýja úrræði myndi vera með svipuðu móti og Unglingasmiðjan, en þjónustan þó sérhæfðari þannig að hún mæti betur þörfum unglinga með einhverfu og/eða hegðunarerfiðleika.
  Lykilorð: Velferðarsvið, Unglingasmiðjan, félagslegt úrræði, unglingar.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this reaserch is to assess the social resource from Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, called Unglingasmiðjan. The main goal is to assess whether the applicant of Unglingasmiðjan has changed in the years of 2011-2015. The research is both quantitative and qualitative. A total of 197 applications were analyzed, gathered from the data from Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Most of the application are gathered from social workers working at the service centers in Reykjavík. Interviews were also taken with employees of Velferðarsvið Reykjavíkur. The findings are exploratory and were analyzed with SPSS. The primary focus was on the main difficulties of the applicant, psychological diagnosis, family- and social conditions and the support that they had before or planned to use. In the interviews the aim was to gather information about the operation as well as the change and variance among applicants.
  The most common difficulty among applicants was social isolation, problems in social communication, learning difficulties and behavioral problems. Cases of deficient upbringing conditions are increasing year by year. Most of the applicants have some sort of diagnosis, most common are ADHD, anxiety, mental disability and autism. The number of applicants with more than one diagnosis increases and in the interviews, the interviewees say the Unglingasmiðjan has changed because of that. They feel a need for a new resource, especially for teens with autism and/or behavior problems. The new resource should be similar to Unglingasmiðjan but more specialized to teenagers with autism and/or behavioral problems.
  Key words: Velferðarsvið, Unglingasmiðjan, social resources, teenagers.

Samþykkt: 
 • 27.11.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29244


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf292.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Elínborg Hulda Gunnarsdóttir (1).pdf2.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna