is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29245

Titill: 
 • „Fólk gleymir að vera saman". Upplifun ungmenna af samskiptum með tilkomu snjallsíma
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að lýsa og skilja upplifun og reynslu íslenskra ungmenna af samskiptum með tilkomu snjallsíma og samfélagsmiðla. Athuguð var bæði neikvæð og jákvæð reynsla einstaklinga af notkun snjallsíma og samfélagsmiðla í samskiptaskyni með tilliti til beinna samskipta og félagslegra tengsla. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt en þátttakendur rannsóknar voru sex ungmenni á aldrinum 18 til 30 ára sem nota snjallsíma daglega.
  Niðurstöður rannsóknar sýna að ungmennin búa yfir bæði jákvæðri og neikvæðri reynslu af samskiptum og snjallsímum. Samskipti eru orðin auðveldari og fljótlegri sem stuðlar að tíðari samskiptum í gegnum samfélagsmiðla. Snjallsíminn getur þannig stuðlað að félagslegum tengslum en á sama tíma dregið úr dýpt samskiptanna og valdið áreiti. Snjallsíminn truflaði athygli sem í kjölfarið hafði áhrif á notkunarmynstur viðmælanda sem og bein tengsl en nærvera viðræðuaðila skertist þegar athygli beindist að snjallsímanum frekar en núlíðandi stund. Einlæg von rannsakanda er að stuðla að meðvitund ungmenna um eigin snjallsímanotkun í tengslum við samskipti við vini og fjölskyldu.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this study was to describe and understand the experiences of Icelandic youth in regards to communications with the emergence of the smartphone and social media. Both positive and negative experiences were researched in regards to smartphone and social media use for communication purposes in connection to offline interactions and social relations. Qualitative research methods were applied and the participants were six individuals from 18 to 30 years old who own and use smartphones on a daily basis.
  The findings of this research show that the participants have positive and negative experiences with communication and smartphone use. Communication has become easier and faster, which promotes more frequent communication through social media. The smartphone can thus contribute to social relationships, but at the same time it can reduce the depth of the communication and be a disturbance. The smartphone had a negative effect on the attention span which influenced the individuals usage patterns as well as their offline interactions. The presence of a conversational partner was reduced when attention was paid to the smartphone rather than the present moment. The researcher's sincere hope is to raise young people's awareness of their own smartphone usage in relation to interactions with friends and family.

Samþykkt: 
 • 27.11.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.jpg56.04 kBLokaðurFylgiskjölJPG
FRG442L_Bryndis_snjallsimar.pdf991.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna