is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29248

Titill: 
 • „Það sem ekki varð“. Barnsmissir; Upplifun og reynsla af stuðningi og þjónustu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu foreldra sem misst hafa börn af slysförum undir 18 ára aldri til að varpa ljósi á hvernig stuðningur og íhlutun frá fagaðila hafi staðið þeim til boða og hvort þörf sé á frekari stuðningi. Lagt var upp með að fanga einnig upplifun þeirra af félagslegum stuðningi og hvernig félagsráðgjafar geti komið að vinnu með foreldrum og fjölskyldum þeirra þegar slík áföll verða.
  Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðferð með þeim hætti að tekin voru sex einstaklingsviðtöl við þrjár mæður og þrjá feður á aldrinum 39 til 54 ára. Viðmælendur eiga það allir sameiginlegt að hafa misst barn á aldrinum 6 til 17 ára af slysförum. Viðtölin voru tekin á haustmánuðum, í september og október 2017.
  Niðurstöður leiddu í ljós að við barnsmissi glíma foreldrar við alvarlega sálfélagslega erfiðleika. Þeir birtast til dæmis í kvíða, þunglyndi, svefntruflunum og sjálfsmorðshugsunum. Þegar barn deyr hefur það víðtæk áhrif á foreldra þess, þar sem ýmis flækjustig koma upp. Fyrri rannsóknir sýna að á meðan foreldrar eru að aðlagast breyttu lífi hafa þeir einnig áhyggjur af eftirlifandi börnum og hjónabandi sínu þar sem það á við.
  Rannsóknir erlendis frá hafa leitt í ljós að foreldrar upplifa ekki nægilegan stuðning frá heilbrigðisstarfsmönnum, fjölskyldu og vinum. Foreldrar sem missa börn skyndilega eru viðkvæmur hópur. Skiptir íhlutun heilbrigðisstarfsmanna verulegu máli á meðan þeir aðlagast breyttu lífi. Niðurstöður úr þessari rannsókn samræmast rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis.
  Lykilorð: Barnsmissir, áföll, sorgarferli, íhlutun, úrvinnsla, félagsráðgjöf.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this study was to gain insight into parental experiences following the loss of a child under the age of eighteen due to accident, and to shed light on whether and how support and intervention from professional could be helpful throughout the griefing process. Furthermore, the researcher tried to capture the parent‘s experience of social support and in what way social workers can aid and assist parents and family members when struck by such a traumatic event.
  The study followed a qualitative methodology; three mothers and three fathers, 39 - 54 years old, were interviewed seperately and in private. All interviewees had lost a child between the ages of 6 and 17 due to accident. The interviews were carried out in September and October of 2017.
  The study concludes that parents who experience a loss of a child do face serious psychological difficulties, e.g. anxiety, depression, sleep deprivation and suicidal thoughts. Death of a child has widespread and damaging effects on parents. Previous research have shown that while parents adjust to living without one of their family members, they tend to worry more about other family members instead and, in some instances, their marriage. Results from research in other countries have indicated that parents‘ experience of support from health care providers, their families and friends is not altogether positive. Parents that lose their child abruptly make up a sensitive group. An intervention treatment as implemented by professional health care providers, such as social workers, is a crucial aspect when it comes to parents being able to adjust to a different life. This study supports results from previous research.
  Keywords: loss of a child, trauma, grief process, intervention, process, social work

Samþykkt: 
 • 27.11.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
[Untitled](1).pdf335.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hrönn Ásgeirsdóttir-1.pdf715.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna