is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29249

Titill: 
 • Sjálfboðaliðastörf og aldraðir: Að láta gott af sér leiða
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna sjálfboðaliðastörf út frá sjónarhorni aldraðra með því að athuga upplifun þeirra og reynslu af sjálfboðaliðastörfum og helstu ástæður þess að þeir hefja slík störf. Ennfremur að skoða hvaða áhrif sjálfboðaliðastörf hafa haft á lífsgæði þeirra og vellíðan. Algengt er að rannsóknir á öldruðum einstaklingum beinist frekar að því sem þeir missa vegna öldrunarferilsins og þá helst því sem tengist andlegum og líkamlegum heilsubresti. En þrátt fyrir mikilvægi og þörf fyrir slíkar rannsóknir er einnig brýnt að skoða aðra þætti sem tengjast öldruðum og kanna hvað getur stuðlað að farsælli öldrun. Notast var við eigindlega aðferðafræði við rannsóknina þar sem tekin voru viðtöl við sjö aldraða einstaklinga sem höfðu sinnt sjálfboðaliðastörfum sem heimsóknarvinir fyrir Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að sjálfboðaliðastörf hafi jákvæð áhrif á aldraða, þar sem meginmarkmið viðmælendanna var að láta gott af sér leiða og vera til staðar fyrir aðra. Sjálfboðaliðastörfin höfðu jafnframt jákvæð andleg áhrif á viðmælendurna. Þessar niðurstöður samræmast niðurstöðum erlendra rannsókna þar sem sjálfboðaliðastörf höfðu jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu aldraðra sjálfboðaliða, sér í lagi andlega heilsu sem hafði í flestum tilfellum jákvæð áhrif á lífsgæði og vellíðan.
  Lykilorð: Sjálfboðaliðastörf, aldraðir, hvatar, reynsla, lífsgæði, vellíðan.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this thesis is to research volunteering from the perspective of the elderly by exploring their experience of volunteering and the primary reasons why they choose such work. Furthermore, it explores what impact voluntary work has on their quality of life. Researchers within this area often prefer to emphasise what the elderly loose due to the aging process, especially those related to mental and physical health. Despite the value and importance of these studies, there is a need to focus on other positive factors, this being what can aid to quality of life in the aging process. Qualitive method was used to obtain data in this research. Seven interviews were conducted on elderly volunteers in the Reykjavik Red Cross visitation care. The main findings indicate that volunteering had a positive impact on the participants mental health, whereas their main motive was to help others by doing good and being supportive. These findings are consistent with studies conducted abroad as volunteering had a positive impact on the mental and physical health of elderly volunteers, especially mental health which in most cases had a positive impact on quality of life and well-being.
  Keyword: Volunteer work, elderly, motives, experience, quality of life, well-being.

Samþykkt: 
 • 27.11.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf297.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sveinbjorg_Dagbjartsdottir_MA.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna