is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29250

Titill: 
 • "Það er eins og að fara úr zombie yfir í íslensku valkyrjuna"
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Geðræn vandkvæði er ein helsta orsök heilsubrest um allan heim. Hjá flestum sem glíma við geðræn vandkvæði eru einkenni ekki það alvarleg að það trufli virkni í daglegu lífi. Einkenni geðrænna vandkvæða geta haft langvarandi neikvæð áhrif á einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Á síðustu árum hefur batahugmyndafræðin fengið sífellt meira vægi í meðferð geðrænna vandkvæða. Batamiðuð meðferð horfir á styrkleika einstaklingsins og vinnur að því að efla þátttöku hans í meðferðinni og er valdefling þáttur í þeirri meðferð. Forsenda þess að einstaklingar nái þeim markmiðum sem meðferðin leggur upp með er meðal annars að öðlast von og trú um að það sé hægt að ná bata.
  Markmið þessarar rannsóknar er að kanna upplifun einstaklinga með geðræn vandkvæði á viðhorfi þeirra til meðferðar hjá Hugarafli og hvaða þættir í batamiðaðri hugmyndafræði Hugarafls þeir meta mikilvæga til að styðja þá til bata. Einnig verður kannað hvernig félagsráðgjafi getur komið að batameðferð fólks með geðræn vandkvæði. Rannsóknaraðferðin í þessari rannsókn er eigindleg og voru tekin viðtöl við átta viðmælendur sem hafa allir verið þátttakendur í meðferðarvinnu hjá Hugarafli um mislangt skeið.
  Niðurstöður sýna að flestir viðmælendur höfðu glímt við veikindi í langan tíma og þegið margskonar meðferð í opinbera heilbrigðiskerfinu með misjöfnum árangri. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að upplifun og reynsla viðmælenda af meðferð Hugarafls hafi verið jákvæð og mátti greina að góður árangur hefði náðst í átt að bata. Það sem viðmælendur mátu mikilvægast til að ná bata er jafningjastuðningur og valdefling. Þannig má segja að Hugarafl hafi með árangursríkum hætti innleitt hugmyndafræði batamiðaðrar meðferðar í starfsemi sína.
  Lykilorð: Geðræn vandkvæði, bati, bataferlið, jafningjafræðsla, valdefling, geðheilbrigðisþjónusta og félagsráðgjöf.

 • Útdráttur er á ensku

  health problems are one of the main causes of health problems worldwide today. In most cases symptoms are not so serious that it interferes with everyday life, but they can have a long-lasting negative impact on individuals and their families. In recent years, the ideology of recovery has gained increased importance in the treatment of mental health problems. The recovery ideology examines the individual's strengths and works towards enhancing his participation in his own treatment and empowerment is an important factor in that regard. The prerequisite for individuals to achieve the goals set in their treatment is to gain hope and confidence that recovery can be achieved.
  The aim of this study is to research the experiences of individuals with mental health problems in their attitude towards treatment at Hugarafl and what factors in the ideology they consider important to support them in the recovery process. It will also be explored how a social worker can participate and support in the recovery of individuals with mental health problems. The research method is qualitative and interviews were conducted with eight interviewees who have all been involved in treatment at Hugarafl for some time.
  The results of the study show that most of the interviewees had struggled with mental health issues for a long time and received a variety of treatments in the public health care system with unacceptable results. The results also indicate that the experience of interviewees of Hugarafl’s treatment has been positive and analysis found that good progress had been made towards recovery. Most important to the interviewees were peer support and empowerment. Thus, it could be argued that Hugarafl has successfully implemented the ideology of recovery in its practice.
  Key word: Mental healt, recovery, peer suport, empowerment, health service, and social work.

Samþykkt: 
 • 27.11.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.pdf332.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Guðrún Helle Hermannsdóttir-nytt2.pdf718.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna