is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29252

Titill: 
 • Smáríkið sem flaug of nálægt arabísku sólinni: Getur Katar fundið jafnvægi á milli þess að tryggja öryggi sitt og að iðka metnaðarfulla utanríkisstefnu?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Síðustu mánuði hefur smáa þjóðernisríkið Katar átt í alvarlegri deilu við nágrannaríki sín; Sádí-Arabíu, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein, sem náði ákveðnum hápunkti þann 5. júní 2017 þegar ríkin fjögur slitu öllu stjórnmálasambandi sínu við Katar. Ríkin hafa átt í margvíslegu samstarfi meðal annars á sviðum efnahags-, menningar-, umhverfis-, öryggis- og hermála. Samstarfið hefur að miklu leyti farið fram á vettvangi Flóaráðsins (Gulf Cooperation Council, GCC) en að því eiga sex ríki aðild. Þau eru Sádí-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein, Katar, Óman og Kúveit. Ljóst er að deilan er alvarleg ógn við öryggi Katar en síðustu áratugi hefur smáríkið, með forvirkri og metnaðarfullri utanríkisstefnu, skapað sér sess í stjórnmálum Mið-Austurlanda sem mikilvægur gerandi. Eitt skýrasta dæmi þess efnis er hlutverk Katar sem svæðisbundinn sáttasemjari en það hlutverk er yfirleitt ekki á færi smáríkja. Því er viðfangsefni þessarar ritgerðar hvort Katar geti fundið jafnvægi á milli þess að tryggja öryggi sitt og að halda áfram að iðka metnaðarfulla utanríkisstefnu. Rannsóknin er tilviksrannsókn þar sem notast er við aðferðafræði eigindlegra heimildaritgerða.
  Viðgansefnið er rætt út frá kenningum og hugtökum í smáríkjafræðum annars vegar og öryggisfræðum hins vegar. Innan smáríkjafræða ber helst að nefna greiningarramma Alyson J.K. Bailes, Jean-Marc Rickli og Baldurs Þórhallssonar um mögulegar ógnir við öryggi smáríkja. Innan öryggisfræða má helst nefna kenningar raunhyggju, frjálslyndisstefnu og félagslegrar mótunarhyggju, kenningu Barry Buzans og Ole Wævers um svæðisbundnar öryggissamstæður og kenningu Wævers um öryggisvæðingu. Helstu niðurstöður sýna að Katar getur fundið jafnvægi á milli þess að tryggja öryggi sitt og að iðka metnaðarfulla utanríkisstefnu svo lengi sem það á sæti undir öryggisregnhlíf Bandaríkjanna, getur tryggt efnahagslegt öryggi og fæðuöryggi, komið í veg fyrir átök innan ríkis og borgaralega óreglu ásamt því að iðka áframhaldandi áhættuvörn.

 • Útdráttur er á ensku

  On June 5th 2017 Saudi Arabia, Egypt, United Arab Emirates (UAE) and Bahrain decided to cut all diplomatic ties with the small ethnic state of Qatar. Historically, the neighboring countries have been natural allies through the wider notion of Arab nationalism and actively cooperated for example on economical, environmental, cultural, security and military issues. The cooperation has either been bilateral or multilateral through the venue of the Gulf Cooperation Council (GCC). The GCC is a weak regional alliance that was created in 1981 in response to the Iraq-Iran war and is comprised of six member states - Saudi-Arabia, UAE, Bahrain, Qatar, Oman and Kuwait. The dispute, which has become to be known as the GCC crisis, not only endangers Gulf cooperation but also severly threatens Qatari security.
  For the last few decades the regional prominence of Qatar has grown significantly as it has established itself as an important actor in Middle-Eastern politics through preemptive foreign policy best described as hedging. The best example of Qatar´s success is its expanding role as a regional mediator but the role of mediator is normally not within the reach of small states. Hence, the subject of this research is a case study whether Qatar can find a balance between its various security issues and continue practicing ambitious foreign policy. The discussion of the subject is based on theories and concepts in small states studies on one-hand and security studies on the other. Within the premise of small state studies special attention is given to a framework designed by Alyson J.K. Bailes, Jean- Marc Rickli and Baldur Þórhallsson that is, according to them, a comprehensive list of all the potential threats small states face. Within the premise of security studies, security is discussed from the viewpoint of three important theories in International Relations; realism, liberalism and social constructivism along with regional security complex theory, developed by Barry Buzan and Ole Wæver and theory of securitization, developed by Ole Wæver.
  The main conclusion is that Qatar can find a balance between its various security issues and continue practicing ambitious foreign policy as long as it; has a place under the American security umbrella; is able to protect its economic and food security; prevent intra-state conflict and civil unrest and continue the practice of hedging in its foreign policy.

Samþykkt: 
 • 6.12.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29252


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Smáríkið sem flaug of nálægt arabísku sólinni.pdf775.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
[Untitled].pdf108.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF