is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29254

Titill: 
  • Hvaða aðstæður valda því að pólverjar dvelja í Gistiskýlinu? Hvernig er brugðist við í þjónustu gagnvart þessum hópi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna aðstæður og ástæður dvalar pólskra einstaklinga í Gistiskýlinu og hvað gert er til að þjónusta þennan hóp. Hér er átt við húsnæðislausa einstaklinga með vímuefnaröskun og falla undir skilgreiningu Reykjavíkurborgar sem utangarðs einstaklingar. Notast er við eigindlegar rannsóknaraðferðir og lýsandi tölfræði. Gögnin voru fengin frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar í formi málaskráa og dagála hvers pólverja sem dvalið hafði í Gistiskýlinu árin 2013-2016 ásamt tölulegum upplýsingum um fjölda gistinátta þeirra þessi ár. Gögnin innihéldu jafnframt dagbókarfærslur starfsmanna Gistiskýlisins árin 2013-2016. Einnig voru tekin viðtöl við sex starfsmenn Gistiskýlisins.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að úrræðaleysis hafi gætt í málaflokki húsnæðislausra pólskra einstaklinga með vímuefnaröskun allt fram að samningi Reykjavíkurborgar við Barka- samtökin sem gerður var síðla árs 2016. Hófst þar nýr kafli í þjónustu við þessa einstaklinga og þeir aðstoðaðir á eigin forsendum til betra lífs. Viðmælendur í rannsókninnni töldu tímabært að koma með lausnir inn í málefni þeirra pólverja sem eru húsnæðislausir og ekki vilja njóta aðstoðar Barkasamtakanna. Fjölgun varð á gistinóttum pólskra einstaklinga í Gistiskýlinu á þeim árum sem rannsökuð voru og nýttu pólverjar 2.467 gistinætur árið 2013 en voru komnar í 3.498 gistinætur árið 2016. Jafnframt hafði heildargistinóttum í Gistiskýlinu fjölgað á sama tíma úr 7.070 gistinóttum í 10.436 gistinætur. Húsnæðislausir pólverjar með vímuefnaröskun hafa nýtt sér um og yfir þriðjung heildargistinátta í Gistiskýlinu þessi ár.
    Lykilorð: Vímuefnaröskun, húsnæðisleysi, næturskýli, Gistiskýlið.

Samþykkt: 
  • 11.12.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29254


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skil á skemmuna.pdf2.09 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Meistaraverkefnið mitt endanlegt.pdf10.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna