is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29255

Titill: 
  • Sjálfsvígshegðun hjá unglingum. Rannsókn á sjálfsvígshegðun hjá 14-17 ára unglingum á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Sjálfsvíg er önnur algengasta dánarorsök fólks á aldursbilinu 15-29 ára á heimsvísu og er tíðni þeirra hérlendis svipuð meðaltali landa sem við berum okkur saman við. Fyrir hvert sjálfsvíg er talið að á baki liggi 20 sjálfsvígstilraunir. Að meðaltali voru 102 einstaklingar skráðir hjá heilbrigðiskerfinu á ári hérlendis, vegna sjálfsskaða á árunum 2003-2013, en af þeim voru 26% stúlkur og 11% piltar undir 20 ára aldri. Af ofangreindu má draga þá ályktun að sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir, sér í lagi hjá yngra fólki, sé eitt af stærri heilbrigðisvandamálum dagsins í dag hvaðanæva í heiminum. Þessari ritgerð er ætlað að varpa ljósi á núverandi stöðu sjálfsskaða- og sjálfsvígshegðunar hjá 14-17 ára unglingum í grunn- og framhaldsskólum landsins, algengi þeirra, og rannsaka mun milli kynja og árganga. Þátttaka í rannsókninni krafðist samþykkis foreldra og/eða forráðamanna einstaklinganna þar sem þeir voru undir 18 ára og þar af leiðandi undir lögaldri. Af þeim 1931 nemendum sem voru í úrtakinu var fjöldi þeirra sem tóku þátt í rannsókninni, og
    voru þar af leiðandi með undirritað leyfisbréf frá foreldra/forráðamanni, voru 576 talsins. Heildarsvarhlutfallið var því tæp 30%, en ástæður dræmrar þátttöku eru raktar frekar í kafla ritgerðarinnar um úrtak rannsóknarinnar. Fjöldi pilta var 288, stúlkna var 287 og einn einstaklingur gaf ekki upp kyn. Þá var algengasti aldur svarenda 15 ára og meðalaldur 15,3 ár. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru að sjálfsvígshegðun er nokkuð algeng meðal útrakshópsins, þá sér í lagi meðal stúlkna. Um 6% þátttakanda
    höfðu gert tilraun til sjálfsvígs, hegðun sem virðist ná hámarki við 16 ára aldur, og voru stelpur líklegri til að hafa gert sjálfsvígstilraun. Stúlkur voru einnig líklegri en piltar til að hafa skaðað líkama sinn viljandi, en 27% stúlkna höfðu skaðað sjálfa sig og 10% pilta

Samþykkt: 
  • 11.12.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG442L Ragna K Rúnarsdóttir.pdf1.04 MBLokaður til...31.12.2137HeildartextiPDF
Yfirlýsing til Skemmunnar.jpg374.52 kBLokaðurYfirlýsingJPG