is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2926

Titill: 
  • Upplýsingaöflun verðandi mæðra um fósturskimun/sónar á fyrsta þriðjungi meðgöngu
Útdráttur: 
  • Hér á landi er skimun fyrir fósturgöllum á fyrsta þriðjungi meðgöngu nú hluti af hefðbundinni meðgönguvernd. Um 90% kvenna á höfuðborgarsvæðinu nýta sér boð um skimun snemma á meðgöngu en 76% kvenna af öllu landinu.
    Rannsóknir sýna að þekking kvenna er víða takmörkuð af skimun fyrir fósturgöllum á fyrsta þriðjungi meðgöngu og stór hluti kvenna byggir ákvörðun sína ekki á upplýstu vali.
    Megintilgangur þessarar forrannsóknar felst annars vegar í að skoða hvaðan konur fá upplýsingar um fósturskimun og hins vegar á hvern hátt og hvaðan þær óska eftir að fá þær upplýsingar.
    Rannsóknaraðferðin er megindleg og rannsóknarsniðið lýsandi. Hentugleikaúrtak var valið. Þróaður var spurningalisti sem 42 íslenskar konur svöruðu sem áttu pantaðan tíma í fósturskimun á viku tímabili í janúar 2009.
    Helstu niðurstöðurnar voru að flestar höfðu fengið upplýsingar um fósturskimun frá ljósmóður eða 69,1% en 66,7% af netinu. Frá vinum fengu 57,1% upplýsingar, 47,6% frá fæðingar- og kvensjúkdómalækni og að lokum 38,1% úr bæklingi. Konurnar vilja helst fá upplýsingar frá ljósmóður, þar næst frá lækni og svo af heimasíðu á netinu. Þær kjósa að fá upplýsingar bæði munnlega og skriflega. Konur vilja fá upplýsingar á fleiri en einn hátt. Flestar konurnar álitu munnlegar upplýsingar mikilvægastar en upplýsingar á skriflegu formi fylgdu fast á eftir og þá samhliða munnlegum upplýsingum.
    Lykilorð: Ákvarðanataka, upplýst val, fósturskimun, upplýsingaöflun.

Samþykkt: 
  • 2.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_fixed.pdf910,94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna