is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29264

Titill: 
  • Miskabætur í kynferðisbrotamálum. Þróun miskabóta í kynferðisbrotamálum frá setningu skaðabótalaga nr. 50/1993 til ársins 2017.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður farið yfir þann þátt kynferðisbrotadóma er lúta að fjárhæðum þeim sem dæmdar eru til handa brotaþola fyrir þann miska sem hlýst af brotinu. Þá verður farið í almenn atriði er snúa að skaðabótum og rýnt í íslenska dómaframkvæmd frá setningu skaðabótalaga nr. 50/1993 sem tóku gildi þann 1. júní árið 1993. Verða teknir fyrir dómar til ársins 2107 er ritgerð þessi er skrifuð með áherslu á dóma þar sem brotið er á fullorðnum einstaklingum, þ.e. þar sem brotaþolar teljast ekki vera börn í skilningi laganna. Þá verður ekki lögð áhersla á dóma þar sem brotaþolar eru greindarskertir eða andlegir eftirbátar. Skoðaðir voru rúmlega 70 dómar þar sem einblínt er á fjárhæð miskabóta til handa brotaþola og velt því upp til hvers sé litið við ákvörðun fjárhæðarinnar, hvort hækkun sé sýnileg á bótunum frá setningu skaðabótalaga og hvernig þróunin á fjárhæðum bótanna sé á þessum tæpa aldarfjórðungi. Niðurstaðan var að meginstefnu til sú að möguleiki er á að hækka bótafjárhæðina til brotaþola umtalsvert ef bótakrafan einskorðast ekki við 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og ef gögn sérfræðinga um andlega heilsu brotaþola eftir að brotið átti sér stað eru lögð fram. Ekki er sýnileg hækkun á bótafjárhæðum á því tímabili sem fjallað var um en dómum í kynferðisbrotamálum hafa fjölgað til muna á síðustu árum samhliða aukinni umræðu og vitundarvakningu í samfélaginu. Þó er ljóst að aðeins brot þess kynferðisofbeldis sem á sér stað á Íslandi er kært til lögreglu og einungis brot af því ofbeldi sem kært er verður að dómsmáli.

Samþykkt: 
  • 14.12.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-RG (3).pdf471.38 kBLokaður til...15.12.2137HeildartextiPDF
Skemman - RG.pdf296.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF