is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2927

Titill: 
  • Mænurótardeyfing í fæðingu: Reynsla frumbyrja
Útdráttur: 
  • Notkun mænurótardeyfingar í fæðingum á kvennasviði LSH hefur aukist á síðustu árum. Sú þróun hefur orðið samfara aukinni notkun á óhefðbundnum verkjameðferðum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna reynslu frumbyrja af mænurótardeyfingu (MRD) í fæðingu, jafnframt því að þróa viðtalsramma fyrir slíka rannsókn.
    Stuðst var við aðferðafræði eigindlegra rannsókna og var úrtak rannsóknarinnar hentugleikaúrtak. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við þrjár frumbyrjur sem höfðu nýtt sér MRD í fæðingu. Við greiningu viðtals var lögð áhersla á að lýsa innihaldi þess og var spurningarramminn hafður til hliðsjónar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að reynsla tveggja frumbyrja af notkun MRD í fæðingu er jákvæð en ein lýsti neikvæðum tilfinningum eftir fæðinguna yfir því að hafa þurft að nýta sér MRD í fæðingu. Ákvarðanataka um að þiggja mænurótardeyfingu er flókið fyrirbæri þar sem margir þættir hafa áhrif. Þar ber hæst þætti eins og að önnur verkjameðferð skilaði ekki nægum árangri, langdreginn hægur fasi og verkir. Konurnar upplifðu sig við stjórn í fæðingunni og voru ánægðar með stuðning sinna ljósmæðra. Reynslusögur og ráðleggingar fjölskyldu og vina hafa mikil áhrif á frumbyrjur þegar kemur að því að velja MRD í fæðingu. Allar konurnar höfðu sótt foreldrafræðslunámskeið. Rannsóknin gefur tilefni til að skoða ákvarðanatöku um val á mænurótardeyfingu frá ýmsum sjónarhornum.
    Lykilorð: Reynsla / mænurótardeyfing / fæðing / verkir / frumbyrjur.

Samþykkt: 
  • 2.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2927


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf746.34 kBLokaðurHeildartextiPDF