Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29270
Efni ritgerðarinnar snýr að gallaþröskuldi 2. málsl. 18. gr. fasteignakaupalaga. Ritgerðinni er skipt í tvennt þar sem annars vegar er inntak og tilgangur gallaþröskuldar skoðaður og hins vegar farið í það hvenær ágalli eignar rýrir verðmæti hennar svo að nokkru varði. Fyrir gildistöku laga nr. 40/2002 um fasteignakaup voru engin lög um fasteignakaup í gildi og efni ritgerðar kemur inná hversu mikilvæg lagasetningin var. Uppbygging ritgerðarinnar er þannig að fyrst verður fjallað almennt um gallahugtakið og útskýrt aðeins hvað galli er. Þar undir verður farið í 1. málsl. 18. gr. og 19. gr. fkpl. til frekari útskýringar. Því næst í inntak og tilgang gallaþröskuldar. Þar undir verður meðal annars forsaga 2. málsl. 18. gr. fkpl. skoðuð og hvernig réttarframkvæmd var fyrir setningu fkpl. Í fjórða kafla verður farið yfir hvenær ágalli rýrir verðmæti eignar svo að nokkru varði. Þar undir verður dómaframkvæmd eftir lögfestingu fkpl. skoðuð og hvað kemur til álita þegar metið er hvort að gallaþröskuldurinn sé fyrir hendi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 425.84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 259.84 kB | Lokaður | Yfirlýsing |